Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Síða 33
GRÆNLENZKI landnemaflotinn
35
Bogi Th. Melsteð varð til þess að tína saman úr ísl. fornritum
allan fróðleik um siglingar og hafskipaeign landsmanna á landnáms-
og þjóðveldisöld. Hann varpar fram þeirri getgátu, „að á meðal
landnámsmanna og innflytjenda alls og alls hafi verið um 300
skipseigendur".1 Þessi tala styðst ekki einu sinni við sennilegar
líkur sökum þess, að gersamlega er á huldu, hve stór innflytjenda-
hópurinn var, er kom hingað til lands á því tímabili, sem kallað
er landnámsöld. Bogi fer þó vægilegar í sakir, þegar hann áætlar
fjölda innflytjendanna, en ýmsir aðrir, sem um það efni hafa fjall-
að.2 Ég minni hér á getgátu Boga um skipaeigendafjölda landnáms-
aldar einungis í samanburðarskyni. Sá samanburður leiðir í ljós, að
fjöldi breiðfirzku skipanna, sem fer áleiðis til Grænlands sumarið
986, er Vs2 af öllum landnámsmannaflotanum íslenzka, eins og Bogi
áætlar hann.
Jón Jóhannesson telur, að skipin 25, sem héldu úr Breiðafirði 986,
sýni, að íslendingar hafi enn átt mörg hafskip í lok 10. aldar.3
Af þessari umsögn Jóns verður ekki annað ráðið en hann ætli, að
í þessum flota hafi einungis verið haffær kaupför. — Bogi Th.
Melsteð er reyndar sömu skoðunar, en þó dálítið vantrúaður á, að
svo stór floti hafi samtímis haldið til Grænlands, því að hann
segir: — „Þessi atburður er eitt ljósasta skírteini um, að töluvert
var til af haffærum skipum á íslandi seint á 10. öld; en þó er það
líklega eigi rétt í sögunum, að öll þessi skip hafi farið af íslandi á
einu sumri, heldur á næstu árum eftir 986“.4 5
Islenzk fornrit geta alls um rúmlega 100 kaupför eða hafskip á
söguöld. Ennfremur er minnzt þar á 30 skip, sem ógerlegt er að átta
sig á, hverjir hafa átt, en hafa að öllum líkindum verið í eigu Norð-
manna og íslendinga. — Skipaeign landsmanna á söguöld, samkvæmt
íslenzkum fornritum, dreifist að sjálfsögðu á allt tímabilið og dálítið
misjafnt. En vér skulum hins vegar gera ráð fyrir, að um það
leyti, sem Eiríkur fer til Grænlands, eigi íslendingar um 100 haffær
skip, er öll séu í förum. Af þeim er aðeins um helmingur á Islandi
samtímis, nema skipin „fari tvívegis“, þ. e. fram og aftur milli Is-
lands og útlanda sama sumarið, sem var fremur sjaldgæft. Land-
1 Safn til sögu Islands IV, bls. 599.
2 T. d. Bj. M. Ólsen, Safn til sögu Islands IV, bls. 358, og Valtýr Guðmundsson:
Island i Fristatstiden, Kbh. 1924, bls. 34.
3 íslendinga saga I, bls. 119.
4 Safn til sögu Islands IV, bls. 647.
5 Sama, bls. 727.