Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Síða 38
40
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉRAGSINS
eins og það er orðað. Hann á erindi við Þorkel Eyjólfsson, sem
er nýkominn í Kumbaravog á hlöðnum knerri sínum frá Noregi.
Snorri fer sjóleiðis heim og með honum hálfur þriðji tugur manna.1
Ætla má, að hann flytji einnig á bátnum erlendan varning, sem
hann kann að hafa keypt. Skip þetta var teinært að sögn Laxdælu-
höfundar.1 Þótt ekki sé löng sjóleið úr Bjarnarhöfn að Helgafelli
og hún öll innanfjarða og innan eyja, er sýnilegt á mannfjöldanum,
sem er með Snorra goða, að hér hefur verið um allstóran bát að
ræða, ekki sízt ef hann hefur samtímis flutt á honum varning.
Börkur, bróðir Snorra, siglir sunnan yfir Breiðafjörð í Hergilsey á
teinæringi og voru sextán á.2 1 Þorskfirðingasögu er getið um tein-
æring, og á honum voru 26 menn.3 Þóroddur á Fróðá, mágur Snorra,
á góðan teinæring, sem hann var vanur að flytja á skreið úr út-
verum af Snæfellsnesi. Þótt hann farist með þessum báti í einni
slíkri ferð, þarf það ekki að vera af því, að hér hafi verið um að
ræða lélegan farmabát. Þóroddur er í þetta skipti að sækja skreið
3. myncL. Bjarnarhöfn og Kumbaravogur, en þaöan fór Snorri goði á teinæringi
með hálfan þriöja tug manna.
1 Isl. fornrit V, bls. 200.
2 Sama VI, bls. 80.
3 Þorskfirðinga saga, Rvík 1946, bls. 372.