Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Qupperneq 42

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Qupperneq 42
44 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS á tímabilinu frá því að Eiríkur nemur Grænland og fram á Sturl- ungaöld. Landnámsmennirnir hafa vafalaust margir kunnað til bátasmíði, þótt fornrit vor séu fáorð um það. Hafa verður í huga, að þegar Eiríkur fer til Grænlands, er liðin rösk öld, síðan land- nám hófst á íslandi, en skemmri tími hefði nægt til þess að kynnast lands- og sjávarháttum og laga sig eftir þeim. Vestlendingar hafa vafalaust fljótt komizt að raun um, að norski báturinn var ekki að öllu leyti hentugur við ísland, a. m. k. ekki alls staðar, og því breytt honum í samræmi við aðstæður og reynslu. Þetta er að vísu getgáta, en hún styðst við þær líkur, að óhugsandi er, að þau ferða- lög á sjó, sem Sturlunga saga greinir frá, hefðu getað átt sér stað á norska bátnum, nema ef til vill sunnmærabátnum, eins og honum er lýst á 18. öld.1 Þar sem allmikill hluti Sturlunga sögu gerist á Vesturlandi og helztu höfundar hennar eru taldir Vestlendingar, verður að líta á frásagnir þeirra sem söguleg sannindi í höfuðatriðum, ekki sízt vegna þess, að flestar sögurnar eru skráðar um líkt leyti eða litlu síðar en þær gerast. Engin ástæða er til þess að rengja frásagnir Sturlungu af sjóferðum né báta- og skipakosti þeirra tíma, en þar hyllir undir skýringar á því rannsóknarefni, sem hér er verið að fást við, hvort í landnámsflotanum til Grænlands 986 hafi getað verið breiðfirzkir farma- og fiskibátar. Nokkra furðu vekur, að í Sturlunga sögu skuli byrðingar aldrei tilgreindir hér á landi, jafnoft og þar er þó minnzt á báta og skip. En það er í fyllsta samræmi við íslenzkt fornbréfasafn og íslenzka annála, því að þar er ekki heldur minnzt á byrðinga að undan- skildum tveim sinnum. Ástæðan til þess getur vart verið önnur en sú, að teinæringar og tólfæringar hafi í senn verið byrðingar og farmabátar. — Páll Vídalín og Eggert Ólafsson lýsa báðir byrðing- um. Páll í ritgerð sinni „Sessatal og áhöfn“2 og Eggert í ferðabók sinni.3 Lýsing Páls er allmiklu eldri en Eggerts eða frá því um eða fyrir 1700, og ber henni lítt saman við frásögn Eggerts. Þar sem byrðingar eru enn í notkun, þegar Páll semur ritgerð sína, og ætla má, að hann gerþekki þá og notkun þeirra, verður að taka lýs- ingu hans fram yfir þá, sem birtist í Ferðabók Eggerts. Ótvírætt er, að Eggert hefur hlotið að hafa fróðleik sinn um byrðingana og 1 Hans Strnm: Beskrivelse over Sondmor, Soroe 1762, I, bls. 309—310. 2 Ny kgl. Saml. 1172 fol. Ritgerð þessi er dulítið öðruvísi en kaflinn „Sessum má telja" i Skýringar yfir Fornyrði Lögbókar eftir sama höfund. 3 Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar, Rvík 1943, I, bls. 354—355.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.