Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Blaðsíða 43
GRÆNLENZKI LANDNEMAFLOTINN
45
byrðingsferðirnar eftir frásögn annarra, þar sem þær voru úr
sögunni, áður en hann fæddist, og ritgerð Páls virðist hann ekki
hafa þekkt. Frásögn Páls Vídalíns er þannig:
„Byrðingar vita menn hvað eru, því að enn hafa Vestfirðingar
þá í brúkun, er þeir sækja yfir fsafjarðardjúp viðu á Strandir í
Almenninga. En af því svo má falla um þess konar skip sem hin,
að þau leggist af, þá vil ég geta þess, að byrðingar hafa nafn sitt
af því, að ofan við borðin allt um kring skipið er settur viður, svo
skipið verður mikið djúpara, og þeir viðir bæði negldir og bundnir
og síðan stappað milli þeirra svo vatnshelt verður. Eru þá skipin
fermd svo mjög, allt skipið sjálft upp á eða yfir hástokka er í sjó,
en borðið, sem fyrir báru er ætlað, er allt af byrðingarviðum, og
er svo þessum byrðuðu, id est (það er) borðuðu, skipum bæði siglt
og róið.“
Þegar Páll Vídalín hefur dregið saman það, sem sögurnar herma
um byrðinga, segir hann:
„Ber öllu þessu um byrðinga full-saman við það, sem nú eru
þeir, nema þá yfrið stór og stöðug fiskiróðraskip þá ofan er byrð-
ingin, en þá farmaskip, er byrðingin kemur til“.
Það er ekki að ástæðulausu, að Páll tekur þetta fram í lok frá-
sagnar sinnar, því að þess er hvergi getið í ísl. fornritum, að byrð-
ingar hafi verið fiskibátar, en þar með er ekki loku skotið fyrir, að
svo hafi verið. — Þau yfrið stóru og stöðugu fiskiróðraskip, sem
Páll talar um, hafa naumast getað verið minni en tírónir áttæringar,
teinæringar og tólfæringar.
Bjarni Bjarnason frá Hafurshesti í Önundarfirði fluttist það-
an að Arnarbæli á Fellsströnd seint á seytjándu öld. Undirbúningi
ferðarinnar og leiðinni, sem hann fór, er lýst þannig:
„Tók hann það ráð, að hann gerði sér byrðing af rekaviði mjög
stóran, færði á hann alla sína dauðu muni og með konu sinni, börn-
um og hjúum gekk á þetta skip vorið 1688 og fór fyrir Vestfirði, gegn-
um Látraröst, framan Skor, inn á Breiðafjörð, undir Bjarneyjar, suð-
ur undir land, upp Krosssund og síðan upp á Arnarbælisvog. Þóttu
það firn mikil, því enginn vissi slíks dæmi síðan Sturlungutíð".1
1 Lbs. 392«»' — Bogi Benediktsson: A£ Brokeyjar-Jóni og niðjum hans. Bogi hef-
ur skráð þennan þátt, áður en hann reit Feðgaævir. Bjarni í Arnarbæli var
móðurafi Boga. Enn var til i Arnarbæli 1804 mastursstjaki og pumpa úr átt-
æring Bjarna, hvorttveggja úr rauðaviði, er sýnir, að ekki var lélegur efni-
viður, sem á rekafjörur barst vestra.