Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Page 47
GRÆNLENZKI LANDNEMAFLOTINN
49
Breiðafirði og á Vestfjörðum. Á tímabilinu 1897—1570 eru nefndir
tuttugu teinæringar í fsl. fornbréfasafni, og af þeim er helmingur-
inn á Vestfjörðum og í Breiðafirði. Það, sem veldur því, að teinæring-
um fer fjölgandi á þessu tímabili, einkum á Suðurlandi, eru auknar
fiskveiðar. Sjósókn úr útverum og flutningur á skreið eykur á þörf
5. mynd. Ormur frá STcaröi séður frá lilið. Teikning Sigurðar málara.
fyrir stærri báta, teinæringa og tólfæringa. Hlutverk stóra bátsins
er því orðið svipað á Suðurlandi á 15. og 16. öld og það var í Breiða-
firði í tíð Eiríks rauða.
X.
Ógerlegt er að greina með nákvæmni stærð breiðfirzks teinærings
eða tólfærings á söguöld, enda mun hún ekki ætíð hafa verið sú
sama þá fremur en síðar. Vér tölum t. d. um tólfróinn teinæring og
tíróinn áttæring, en þá er áttæringurinn og teinæringurinn svo stór,
að hægt er að bæta við einni þóftu og tveimur ræðum.
Á teinæringnum, sem Snorri goði fór á frá Bjarnarhöfn að Helga-
felli, voru 25 menn, auk varnings, að ætla má. Um stærð þessa báts,
sem var eign samtímamanns Eiríks rauða, verður ekkert fullyrt,
4