Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Page 48
50
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
6. mynd. Ormur frá Skarfii séður a9 framan. Teikning Sigurðar málara.
en nefna má til samanburðar, að árið 1602 farast „á stóru skipi Skál-
holtsstaðar“ 25 menn.1
Frásagnir af bátastærð íslendinga á 18. öld verður að taka með
nokkurri varúð, ekki sízt í samanburði við báta frá fyrri og síðari
tímum. Það stafar ekki af því, að átjándualdarmenn greini ekki rétt
frá í þessum efnum, heldur af þeim sökum, að þjóðin var þá verr
sett en í nokkurn annan tíma vegna harðæris, eldgosa og farsótta,
en þó sérstaklega vegna afleiðinga einokunarverzlunar. Bátarnir, sem
þá voru smíðaðir á íslandi, munu því hafa verið minni og lélegri
en nokkru sinni fyrr og síðar í sögu þjóðarinnar. Þess voru þó dæmi,
að þá voru smíðaðir stórir og góðir bátar, en einkum á Breiðafirði.2
Seint á átjándu öld sendi danska stjórnin efnivið og norska smiði
til þess að kenna íslendingum að smíða báta með sunnmæralagi. En
eins og innfjarðafleyturnar norsku gátu ekki gagnað Islendingum á
1 Isl. ann. 1400—1800, II, bls. 91.
2 Lbs. 3924to. Bogi gamli Benediktsson í Hrappsey lét „eftir sinni fyrirsögn gera
sér á öndverðum búskaparárum sínum stórt farmaskip, sem hann lengi fór með
sjálfur.----Þótti það hið stærsta og þægilegasta skip á Breiðafirði um þá tíð.“