Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Page 49
GRÆNLENZKI LaNDNEMAFLÖTINN
51
7. mynd. Líkan af tólfrónum teinæring breiöfirzkum í ÞjóÖminjasafni, smíðaö af
Bjarna Þorkelssyni bátasmiö. Þessi bátur er hringlotaöur og brjóstamikill.
söguöld, þegar þurfti að sækja á opið haf eða fara yfir breiða flóa
og firði, svo reyndist sunnmærabáturinn einnig ótækur sökum óheppi-
legrar skörunar á byrðing og þyngsla, þar sem varð að setja upp
og ofan dag hvern, en þannig hagaði þá víðast til á Islandi.
Magnús Stephensen dómstjóri var framarlega í flokki íslenzkra
endurreisnarmanna og ætíð hvetjandi til umbóta í atvinnuháttum.
Hann greinir frá því, að bátar íslendinga á átjándu öld séu víðast
hvar afar lélegir, en þó einkum á austur- og suðurlandi. En að hans
dómi er bátalagið, sem tíðkast í Breiðafirði „alls staðar hentugast,
bezt og happadrjúgast", og það hefði komið að miklu betra haldi fyr-
ir landsmenn að smíða báta að breiðfirzkri gerð úr efniviðnum, sem
kom frá Noregi, en fara að taka upp sunnmæralagið.1
Er breiðfirzka bátalagið, sem Magnús Stephensen hælir svo mjög
í lok 18. aldar hið sama og tíðkaðist í tíð Eiríks rauða og á Sturlunga-
öld? Ég kem ekki auga á neitt, sem mælir gegn því. Breiðfirzku bát-
1 Magnús Stephensen: Eptirmæli átjándu aldar, Leirárgörðum 1806, bls. 93—94.