Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Side 51

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Side 51
GRÆNLENZKI LANDNEMAFLOTINN 53 an skilning á því, að umbæturnar voru öðru fremur komnar undir auknum fiskveiðum. Þeim verður um leið litið um öxl og þeir rifja upp fyrir sér sjóferðir og siglingar forfeðranna eins og frásagnir af þeim varðveitast í íslenzkum fornritum. Einn þeirra lætur skip sitt heita „Eirík rauða“ og vill með nafngiftinni minna landa sína á siglingaafrek hans. Skip þetta er smíðað úr rekavið, sem sóttur var á Strandir norður.1 Bóndi á Mýrum smíðar litlu síðar þrjá tólfæringa úr rekavið, sem sóttur er á sömu slóðir og Skallagrímur tók efni í sína báta.2 Á Mýrabátunum var breiðfirzka lagið.3 Hver verið hefur nákvæm stærð þessara báta, er ekki vitað. Þess er þó getið um breidd eins þeirra, að tveir menn gátu legið endilangir á sömu þóftu miðskipa, og hefur hann því hlotið að vera röskar sex álnir, þar sem hann var breiðastur. Skip þetta tók 50 hestburði4 auk áhafnar og farþega, sem a. m. k. gátu verið 28, eftir því, sem hermt er í þessari vísu, er Sigurður Helgason á Jörfa kvað, en hann var bróðir smiðsins, Helga í Vogi. Bylgjan þrátt að borði reið, beljaði hátt og lengi. Trönu gáttir treður Skeið með tuttugu og átta drengi.5 * Burðarmagn Skeiðarinnar í Vogi hefur því naumast verið minna en 8—10 smálestir.0 Þetta farmaskip Mýramanna var fram um 1860 notað í kaupstaðaferðir til Reykjavíkur, og endrum og sinn- um var flutt á því skreið af Suðurnesjum eða vestan undan Jökli.7 Varðveittur er hákarlabátur, sem smíðaður var í Ófeigsfirði á Ströndum 1875, og er allt efni hans rekaviður. Bátur þessi, sem 1 Ármann á Alþingi, Kaupmannahöfn 1832, IV, bls. 88. 2 Ásgeir Bjarnason: Nokkrir hagleiks- og atorkumenn. Saga Borgarfjarðar, Rvík 1938, II, bls. 163. 3 Sögn afabróður míns, Bjarna Þorkelssonar bátasmiðs, sem fæddur var 1858 og alinn upp á Borg á Mýrum. 4 Sama og 2. tilvísun. 5 Vísan er prentuð í Árbók Ferðafélags Islands 1953, bls. 91. Kristján Sigur- geirsson frá Viðvík í Stykkishólmi hefur eftir Soffíu Kristjánsdóttur (f. 1877), er lengi bjó i Fíflholtum í Hraunhreppi, að Sigurður hafi ort vísuna, þá er Vogs-Skeiðin var á heimleið úr kaupstaðarferð til Reykjavíkur. 0 Burðarmagn tirónu áttæringanna í Vestmannaeyjum var talið 10 smál. (Þor- steinn Jónsson í Laufási: Aldahvörf i Eyjum, Rvik 1958, bls. 27.) 7 Sögn afa míns, Einars Þorkelssonar (f. 1867 að Borg á Mýrum).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.