Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Side 51
GRÆNLENZKI LANDNEMAFLOTINN
53
an skilning á því, að umbæturnar voru öðru fremur komnar undir
auknum fiskveiðum. Þeim verður um leið litið um öxl og þeir rifja
upp fyrir sér sjóferðir og siglingar forfeðranna eins og frásagnir
af þeim varðveitast í íslenzkum fornritum. Einn þeirra lætur skip
sitt heita „Eirík rauða“ og vill með nafngiftinni minna landa sína á
siglingaafrek hans. Skip þetta er smíðað úr rekavið, sem sóttur
var á Strandir norður.1
Bóndi á Mýrum smíðar litlu síðar þrjá tólfæringa úr rekavið, sem
sóttur er á sömu slóðir og Skallagrímur tók efni í sína báta.2 Á
Mýrabátunum var breiðfirzka lagið.3 Hver verið hefur nákvæm
stærð þessara báta, er ekki vitað. Þess er þó getið um breidd eins
þeirra, að tveir menn gátu legið endilangir á sömu þóftu miðskipa,
og hefur hann því hlotið að vera röskar sex álnir, þar sem hann var
breiðastur. Skip þetta tók 50 hestburði4 auk áhafnar og farþega,
sem a. m. k. gátu verið 28, eftir því, sem hermt er í þessari vísu, er
Sigurður Helgason á Jörfa kvað, en hann var bróðir smiðsins, Helga
í Vogi.
Bylgjan þrátt að borði reið,
beljaði hátt og lengi.
Trönu gáttir treður Skeið
með tuttugu og átta drengi.5 *
Burðarmagn Skeiðarinnar í Vogi hefur því naumast verið minna
en 8—10 smálestir.0 Þetta farmaskip Mýramanna var fram um
1860 notað í kaupstaðaferðir til Reykjavíkur, og endrum og sinn-
um var flutt á því skreið af Suðurnesjum eða vestan undan Jökli.7
Varðveittur er hákarlabátur, sem smíðaður var í Ófeigsfirði á
Ströndum 1875, og er allt efni hans rekaviður. Bátur þessi, sem
1 Ármann á Alþingi, Kaupmannahöfn 1832, IV, bls. 88.
2 Ásgeir Bjarnason: Nokkrir hagleiks- og atorkumenn. Saga Borgarfjarðar, Rvík
1938, II, bls. 163.
3 Sögn afabróður míns, Bjarna Þorkelssonar bátasmiðs, sem fæddur var 1858
og alinn upp á Borg á Mýrum.
4 Sama og 2. tilvísun.
5 Vísan er prentuð í Árbók Ferðafélags Islands 1953, bls. 91. Kristján Sigur-
geirsson frá Viðvík í Stykkishólmi hefur eftir Soffíu Kristjánsdóttur (f.
1877), er lengi bjó i Fíflholtum í Hraunhreppi, að Sigurður hafi ort vísuna,
þá er Vogs-Skeiðin var á heimleið úr kaupstaðarferð til Reykjavíkur.
0 Burðarmagn tirónu áttæringanna í Vestmannaeyjum var talið 10 smál. (Þor-
steinn Jónsson í Laufási: Aldahvörf i Eyjum, Rvik 1958, bls. 27.)
7 Sögn afa míns, Einars Þorkelssonar (f. 1867 að Borg á Mýrum).