Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Qupperneq 57
GRÆNLENZKI LANDNEMAFLOTINN
59
daga sigling frá Snæfellsnesi að Hvarfi á Grænlandi.1 Dýrfirðingar
og Arnfirðingar reru á áttæringum sínum um miðjan vetur niður
á „Sandlæk og Fell“ og eru þar dægrum saman, en það mið er um
30 sjómílur undan landi.2 Isfirðingar fara á sama árstíma á há-
karlabátum sínum út á Djúpáls-rif, en það er 40—45 sjómílur
undan landi. Og er þá komið á hið alkunna togaramið Halann,
sem er góðan kipp fyrir norðan heimskautsbaug.3 Djúpmenn og
Jökulfirðingar stunduðu hákarlaveiðar „með harðfylgi, róa stund-
um svo langt á haf út, að „vatnar aðeins fyrir hæstu fjallatindum",
(segja þeir) og liggja úti mörgum skammdegisnóttum í senn í
kafaldi og grimmdarfrostum, ef ekki byrjar til lands, en (svo)
eru þeir því vanir, að þá sakar sjaldan, þó þeir séu á opnum skip-
um“.4 — Strandamenn lágu eitt sinn niðri á hafi 12 dægur við
hákarlaveiðar á bátnum Ófeigi. Hann er enn þá til með sínu upp-
haflega lagi, og þarf því ekki að fara í grafgötur um stærð hans né
gerð. Vér vitum einnig, að hann er smíðaður úr rekavið, sem borið
hefur á sömu fjörur og Eiríkur rauði kann að hafa gengið um í leit
að efnivið í báta sína, þá er hann var bóndi á Dröngum.
Kristín Þórarinsdóttir flyzt frá Látrum í Mjóafirði í ísafjarð-
ardjúpi að Hjarðardal í Önundarfirði 1853 „að sögn á þorranum
á opnu skipi fyrir alla núpa“.s — I júlímánuði 1876 sigldi Sölvi
Thorsteinsson við þriðja mann á litlum áttæringi frá ísafirði og
fyrir öll annes beina leið til Reykjavíkur. Hann var tvo sólarhringa
í ferðinni, hreppti bærilegt veður og landbjart.0 Mörg dæmi kunna
að vera svipuð þeim tveim síðastnefndu, þótt menn hafi ekki af
þeim spurnir.
Viðbrögð íslenzkra sjómanna voru þau sömu á söguöld eða á
1 Landnámabók, Kbh. 1900, bls. 4. (Hauksbók).
2 Heimildarmaður Gísli Oddsson á Lokinhömrum, er oft var í hákarlalegum
á þessum slóðum, en eftir honum skráði Guðmundur Valdimar Jónsson, fóst-
ursonur Gísla. -— Sjómannablaðið Víkingur XI, 189.
3 Sjómannablaðið Vikingur IX, bls. 181. (Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli:
Þegar ég reri á Kálfeyri.) — Þar er viðtal Jóns Jónssonar frá Þórustöðum í Ön-
undarfirði (f. 1851), er oft var í hákarlalegum á þessum slóðum og Guðmund-
ar Jónssonar skipstjóra á togaranum Skallagrími. — Isl. togarar (Þórólfur og
Skallagrímur) fiskuðu fyrst með góðum árangri á Halanum haustið 1921. —
(Heimildarmaður: Bjarni Sæmundsson fiskifræðingur).
4 Sira Eyjólfur Kolbeinsson: Lýsing Eyrar- og Hólssóknar um 1840. Sóknalýsingar
Vestfjarða, Rvík 1952, II, bls 129.
ö Heimildarmaður: Ólafur Þ. Kristjánsson skólastjóri, en hann hafði eftir ömmu
sinni Solveigu Ólafsdóttur, er var 12 ára, þegar Kristín kom í Önundarfjörð.
0 Þjóðólfur 14. júli 1876.