Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Page 61

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Page 61
GRÆNLENZKI LANDNEMAFLOTINN 63 ingurinn á söguöld verið svipaður og vér þekkjum hann frá öldinni sem leið og hugmyndir manna um knörrinn séu réttar, virðist ekki ástæða til að ætla, að 44% af leiðangursflota Eiríks heltist úr lest- inni vegna þess, að í honum eru farma- og fiskibátar, heldur miklu fremur vegna knarranna, eins og áður hefur verið bent á. Menn mega ekki heldur ætla, að verra sé að sigla um úthaf að sumarlagi en meðfram ströndum íslands. Fyrir flestum annesjum myndast rastir, t. d. eru átta rastir fyrir Hornströndum einum, en um þær slóðir voru tíðar ferðir á sögu- og Sturlungaöld og enn- fremur fyrir annes vestari fjarðanna í Breiðafjörð. Út af Straum- nestá og Látrabjargi verður sjór einna verstur við ísland. Eiríkur rauði og leiðangursmenn hans höfðu ekki einungis haft kynni af úfnasta sjólagi hér við land, heldur jafnframt tíðum lagn- aðarís á Breiðafirði, sérstaklega innfjörðum hans. Engir lands- menn höfðu jafnmikla reynslu í að flytja búpening sjóleiðis sem Breiðfirðingar. Þeir hafa því vafalaust farið nærri um, hvernig skepnunum yrði bezt deilt á flotann og þeim komið þar fyrir. Aug- ljóst er, að þegar mörg skip fara saman í senn og ef menn hafa samstarf, er auðveldara að haga búpeningsvali á þá lund, að betur gagnist af til skjótari fjölgunar í nýja landinu, heldur en ef farið er á einu eða tveim skipum. — Vert er að hafa þetta allt í huga, þegar reynt er að meta líkurnar fyrir því, að mikill hluti græn- lenzka landnámsflotans hafi verið farma- og fiskibátar. — Ekkert var því til fyrirstöðu að gera skýli fyrir menn og skepnur á þessum bátum. Minna má á, að þess eru dæmi hér á landi að gera þilju- báta úr teinæringum og tólfæringum.1 Þar með vil ég ekki segja, að farma- og fiskibátarnir, sem kunna að hafa verið í Grænlands- leiðangrinum, hafi verið alþiljaðir, því að skjól gat verið í þeim eigi að síður, sbr. lýsinguna af því, hvernig fiskibátar voru borð- hækkaðir, þegar þeir voru gerðir að byrðingum. Ef getgáta mín um skipakostinn í leiðangri Eiríks er rétt, hefur upphaflegi landnemahópurinn í Grænlandi verið mun fámennari en ætlað hefur verið. Það þarf ekki að koma í bág við bændabýla- fjöldann í Eystri- og Vestribyggð, því að landnemahópurinn hefur brátt stækkað vegna eðlilegrar fjölgunar, en jafnframt hefur vafa- laust verið nokkur útflutningur frá íslandi til Grænlands næstu áratugina eftir að Breiðfirðingarnir fóru vestur sumarið 986, þótt þess sjái ekki deili nema að litlu leyti í íslenzkum fornritum. 1 T. d. einn af tólfæringunum þrem, sem smíðaðir voru á Mýrum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.