Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Qupperneq 67
ELSA E. GUÐJONSSON
UM SKINNSAUM
Inngangur.
Á sautjándu, átjándu og fram á nítjándu öld báru íslenzkar konur
síðar, svartar hempur yzt fata. Hempurnar voru með löngum erm-
um, opnar að framan, en kræktar saman frá hálsi ýmist niður á
brjóst eða niður að eða niður fyrir mitti. Á átjándu öld, og þar til
hempur lögðust af á nítjándu öld, tíðkaðist mjög að skreyta barma
hempunnar með um þverhandarbreiðum borðum, en á sautjándu öld
munu kvenhempur yfirleitt hafa verið ólagðar, eftir heimildum að
dæma.
I Þjóðminjasafni íslands eru varðveittir þrír sérkennilegir hempu-
boi'ðar og hluti af þeim fjórða. Aðrir hempuborðai', sem geymzt hafa,
eru ofnir með hálfflosi1 eða í'ósaflosi, eins og það var kallað áður
fyrr,2 en þessir borðar eru saumaðir með svonefndum skinnsaumi.
Eru þetta einu íslenzku munirnir, sem vitað er, að til séu með þess-
um saumi. Tveir hempuborðanna eru samstæðir, þ. e. sinn af hvorum
hempubai'mi, þriðji borðinn og biiturinn af fjórða borðanum eru
með öðru munstri, en ósamstæðir. Samstæðu borðai'nir ei'u skráðir
ni'. 554 a,b í Þjóðminjasafni, hinir eru nr. 4211 og 1005 (1. mynd).
I. Lýsing hempuborðanna.
Þjms. 55U a,b.
Borðar nr. 554 a,b voru gefnir Þjóðminjasafni 7. apríl 1868. Um
þá skrifaði Sigurður málari Guðmundsson eftirfarandi í skýi'slu
safnsins: „Guðríður Einarsdóttir í Reykjavík: svartir
SAUMBORÐAR af hempu, saumaðir úr togi með skinnsaum, mjög
vel gjörðir; þeir eru austan úr Skaptafellssýslu.“3
Boi'ðarnir, sem unnir eru úr svai'brúnum z-spunnum og s-snúnum
togþræði, eru um 96,5 sm á lengd og um 10 sm á breidd mest. Er
önnur hlið þeirx-a bein, en hin með tungum eða bogum, þrettán
bogar á hvorum borða. Borðarnir eru gei'ðir á þann hátt, að fótofið