Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Page 70
72
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
3. mynd. Hluti af skinnsaumsboröa (Þjms. 1005). Ljósm.: Gísli Gestsson.
röðum, þversum í grunnunum, en langsum í laufunum. Allur er
borðahluti þessi heldur grófgerðari en hinir borðarnir þrír, sem varð-
veitzt hafa.
Þjms. Jj211.
Hempuborða nr. 4211 keypti Þjóðminjasafnið 4. desember 1895
af Torfhildi Þorsteinsdóttur Hólm.0 Um þennan borða skráði Pálmi
Pálsson eftirfarandi: „Hempuborði svartur, breiður; hann er gjör
af víxllögðum lissum og koma fram við það sporöskjulöguð og fer-
hyrnd augu á víxl að endilöngu og minni augu nær kringlótt með
jöfnu millibili utan við, en þess í milli er allt fyllt upp með skinn-
saum með sömu gerð sem á nr. 554 og 1005; fram af barminum
standa hálfhringmvndaðir spaðar saumaðir með augum.“7
Borði þessi, sem er úr svörtum, z-spunnum og s-tvinnuðum tog-
þræði, er 91 sm á lengd, 7,5—8 sm á breidd án laufa, en með þeim
um 9,5 sm. Hann er mjög svipaður nr. 1005 að gerð, nema hvað lauf-
in á honum öðrum megin eru mynduð úr kappmelluðum bogadregn-
um böndum. Alls eru laufin sextán og rósahnútarnir í borðunum