Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Page 71
UM SKINNSAUM
73
jafnmargir. Lengra bil er milli rósa-
hnútanna en á nr. 1005 og grunn-
saumurinn allur smágerðari og þétt-
ari (4. mynd).
I borðann hafa verið notuð þrjú
kríluð bönd, tvö í munstrið, um 202
sm á lengd hvort, og eitt í um-
gerðina, um 196 sm á lengd. Böndin
eru eins í munstri og urngerð, kríl-
uð á sjö þáttum og um 0,4—0,5
sm á breidd. Grunnarnir eru kapp-
mellaðir með hnappagataspori og
sömuleiðis bogarnir í laufunum,
þeir síðasttöldu yfir tvo þræði.
Nafnið á saumgerð þessara borða,
skinnsaumur, kann í fyrstu að
þykja einkennilegt og jafnvel fjar-
stætt, en við nánari íhugun virðist
það eiga sér eðlilega skýringu. Er
það að öllum líkindum dregið af *• myncl Hluti af ^innsaumsborða
, , . . ÍÞjms. Ii211). Ljósm.: G. Gestsson.
þvi, að saumurinn var unnmn a
skinni: munstrið dregið á skinn, bönd þrædd á það eftir uppdrætt-
inum og þau síðan saumuð saman einnig eftir munstrinu með grunn-
um og tengiböndum. Ekki eru kunnar íslenzkar heimildir um að sauma
á skinn, en aðferðin er alþekkt erlendis við blúndusaum.8 Þess má
geta í þessu sambandi, að tvö skinnbókarblöð í Árnasafni komu þang-
að að sögn Árna Magnússonar frá presti einum í Noregi „hver þau
hafdi tekit fra stulku einne, er þau ætladi ad bríika til at sauma á.“° í
rauninni er skinnsaumur, eins og hann kemur fram í hempuborðunum,
ekki annað en ákaflega grófgerð stæling á þeirri gerð af guipure-
blúndum, sem búin var til úr mjóum ofnum borðum, saumuðum saman
með kappmelluðum grunnum og böndum. Blúndur þessar komu fram í
Suður- og Vestur-Evrópu á sautjándu öld. Nefndu Englendingar
þær mixed guipure, Frakkar point de canaille, en ítalir mezzo punto
(5. mynd). Þær voru fremur grófgerðar og fljótlegt að búa þær til;
því voru þær tiltölulega ódýrar og náðu skjótum vinsældum.10 Fram-
leiðsla á blúndum af svipaðri gerð var tekin upp á Irlandi um miðja
síðustu öld, og voru þær þá nefndar point lace (6. mynd).11