Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Side 77
UM SKINNSAUM
79
lýsing á henni virðist fyrst nýlega hafa komið á prent.33 Er þar
sagt fyrir um, hvernig eigi að kríla bönd eða „slá“ þau. eins og það
er orðað, úr fimm, sjö og níu þáttum, en aðferðin er frábrugðin
þeirri íslenzku, sem áður var lýst, að því leyti, að krækt er til skiptis
í efstu lykkju annarrar handar, þ. e. á vísi- eða þumalfingri með
baugfingri eða litla fingri hinnar handar.
Talið er, að kríluð bönd eigi sér langan aldur, en um uppruna
þeirra er ekki vitað og, sem sjá má af ofangreindu, aðeins sáralítið
um útbreiðslu þeirra.
III. Kappmellusaumur.
Eins og áður er lýst, eru grunnar skinnsaumsborðanna kappmell-
aðir með hnappagataspori, svo og bogarnir á borða nr. 4211, en
tengiböndin á borðum nr. 554 a,b eru kappmelluð með tunguspori.34
Á meðfylgjandi skýringarmynd sést mismunurinn á tunguspori og
hnappagataspori (10. mynd a,b) og einnig gerð grunnanna tveggja
(10. mynd e,f), tengibandanna (10. mynd c) og boganna (10. mynd
d). Kemur fram á myndunum, að grunnarnir eru kappmellaðir frá
vinstri til hægri, en síðan er varpað í hverja lykkju til baka frá hægri
til vinstri.
Kappmellusaumur er ævagömul, alþjóðleg saumgei’ð,35 en virðist
ekki hafa verið algengur hér á landi. Auk skinnsaumsborðanna
finnst hann á örfáum útsaumuðum munum í Þjóðminjasafni. Eru
CLs
10. mynd. Kapprnellusaumur; a: tunguspor, b: hnappagataspor, c: tengiband með
tunguspori (Þjms. 551f a,bj, d: bogi meö hnappagataspori (Þjms. 1)211), e: grunnur
meö hnappagataspori (Þjms. 551/ a,b), f: grunnur meö hnappagataspori (Þjms.
1005 og 1/211). Höfundur dró upp.