Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Síða 79
UM SKINNSAUM
81
ándu aldar í Þjóðskjalasafni. Ekki margar að vísu, enda voru ekki
aðstæður til að kanna nema örlítið brot þeirra gagna, sem til eru.41
Þær fáu heimildir, sem fundust, styðja það, sem fram kom í heimild
Sigurðar málara frá frú Sigríði Gísladóttur, þ. e. að á því tímabili
hafi verið notaðir skinnsaumsborðar til legginga á hempubörmum, en
hins vegar fundust engin dæmi um skinnsaum á hlutum, þar sem
líklegt væri, að átt væri við léreftssaum af einhverju tagi, svo sem
á handlínum, svæfilsverum eða vatnshandklæðum.
Heimildir þessar um skinnsaum eru fjórar, þrjár varðandi hemp-
ur, og er tveggja getið í einni þeirra, en ein í sambandi við niður-
hlut.42 í dánarbúi séra Jóns Jónssonar á Gilsbakka í Hvítársíðu
1772 eru taldar fjórar hempur; eru tvær með skinnsaumi framan
á, ein með flosverki, en um skreytingu einnar er ekki getið.43 I
dánarbúi Kristínar Sveinsdóttur á Innra-Hólmi 1775 er skráður
rauður sars-niðurhlutur tvílagður með skinnsaumsborða.44 Þá eru
1886 í dánarbúi Gróu Jónsdóttur, vinnukonu að Yzta-Skála undir
Eyjafjöllum, taldar þrjár hempur, ein ný með floslissum, ein forn
með skinnsaumi og ein slétt, og sama ár er í dánarbúi Ingveldar
Gottsveinsdóttur, vinnukonu að Syðra-Hólakoti í sömu sveit, skráð
hempa með skinnsaumi, forn og gölluð.45 Á örfáum stöðum öðrum
er ef til vill átt við skinnsaum, til dæmis þar sem nefnt er saum-
verk á hempu46 eða skráð hempa með gimpissaum,47 en ekki verður
sagt um það með vissu.
Loks var árangurslítið leitað heimilda um skinnsaum í innlendum
og erlendum ferðabókum um Island frá seinni hluta átjándu aldar
og fyrri hluta nítj ándu. Þar er víða getið um flosleggingar á hempu-
börmum, en skinnsaumur er hvergi nefndur á nafn. Þó er heldur
líklegt, að við hann sé átt í lýsingu á hempuleggingum í ferðabók
Horrebows,48 og ef svo væri, er hér um að ræða elzta þekkta dæmið
um skinnsaum. Horrebow dvaldist hér á landi á árunum 1749—5149
og mun hafa haft aðsetur á Bessastöðum. I lýsingu hans á kven-
búningnum segir meðal annars: „ . . . derover have de en viid Kiol,
snart som Præste=Kiolerne hos os, med snevre Ermer lige ud til
Haandleedet, . . . hvilken, ligesom Mandfolkenes kaldes en H e m p e
og er alletider sort, undertiden belagt langs ned med sorte Floyels-
Baand, eller med noget af dem selv forferdiget Stads, een Haand-
breed, lignende point de la Reine, som er ret net syet; og seer meget
vel ud . . .“59
Point de la reine, oftar nefnt point a la reine eða dentelle d la reine,
mun hafa verið sérstök tegund af saumuðum blúndum, framleidd í
6