Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Síða 80
82
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
11. mynd. Tveir belckir úr ítalskri sjónabók: Giovanni Ostaus, La vera perfezione
del disegno per punti e ricami (Venetia: 1561), myndablað LXVIII. Myndin er
gerð eftir Ijósprentaðri útgáfu (Bergomo: 1909).
Niðurlöndum eftir 1685 af frönskum landflótta blúndugerðarmönn-
um, en fyrir þann tíma er getið um blúndur með sama nafni í
frönskum heimildum.51 Ekki hefur tekizt að hafa upp á myndum
af þessum blúndum, og verður því ekki dæmt um hugsanlegan skyld-
leika þeirra við íslenzkan skinnsaum.
V. Munstnrgerðir skinnsaumsborðanna.
Um aldur saumborðanna verður ekki annað sagt en að þeir munu
vera frá átjándu öld, líklega frekar frá seinni hluta hennar, eða
byrjun nítjándu aldar. Svo sem fram hefur komið, gætu þeir þó
saumgerðarinnar vegna allt eins verið frá sautjándu öld, og munstr-
in eiga sér enn lengri aldur.
Eins og þegar er lýst, eru tvær gjörólíkar munsturgerðir á borð-
unum. Eru annars vegar borðar nr. 1005 og 4211, en hins vegar nr.
12. mynd. Útskorin rúmfjöl frá um 1100, nú í Nordiska Museet í Stokkhólmi (nr.
65050). Úr Arthur Ilazelius, Afbildningar af föremál i Nordiska Museet, 2 och 3,
Island (Sth.: 1890), 1. myndasíða, 31. mynd. Sbr. Ellen Marie Mageroy, „Islenzkur
tréskurður í söfnum á Norðurlöndum", Árbók, 1955—1956, bls. 111—112.