Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Page 88
90
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
2. Séö heim aS Melanesi frá Fitinni. 1 forgrunni melaskarSiö meS giröingunum
A ft. h.) og B (t. v.)
fylgzt með þessum grjótveggjum. Hefur það verið ýmist, að af þeim
hefur rifið eða á þá borið, ýmist sézt á þá meira eða minna.
Sá kostur er valinn að lýsa minjum þessum í fernu lagi, A, B,
C og D, með tilvísun til uppdráttar þess, er fylgir þessum línum.
A. I stærsta melaskarðinum, sem liggur frá leirunum suður
eftir Fitinni, a. m. k. 150 m langt og 20 m breitt, sér á mannaverk
allmikil í eystri bakka. Er það grjótgarður, sem kemur út undan
bakkanum, liggur í sveig fram í skarðið og hverfur síðan inn undir
bakkann aftur. Grjótgarður þessi er hlaðinn úr lábörðu hnullunga-
grjóti, um 70 sm á hæð og 100 sm á breidd. Þetta er vafalaust vestur-
endi á afmarkaðri girðingu, enda auðvelt að fylgja henni eftir á
gróinni sléttunni austan við melaskarðið. Þar sér ekki á grjótið, en
það mótar skýrt fyrir görðunum sem ávölum hryggjum, og er ekki
um það að villast. f austurenda girðingarinnar hefur hún verið með
nokkurn veginn réttum hornum. Stærðin er 35 X 50 m. — Grafið var
niður með veggjum þeim, sem út undan stóðu, bæði utan við þá
og innan við, en ekki sást neitt annað en sandur og aftur sandur.
B. Norðan við girðingu A og upp með henni hefur legið önnur,