Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Page 89
MERKILEGAR GIRÐINGAR
91
3. mynd. MelaskarOiö meö giröingunni A.
sem virðist hafa verið ferköntuð og rétthyrnd, 35x35 m. Norð-
vesturhorn hennar var glöggt í melaskarðinu, sömuleiðis dálítill
bútur af austurvegg syðst, en ekki mótaði fyrir norðausturhluta girð-
ingarinnar, enda það svæði mjög sorfið af uppblæstri, þótt gróið
sé nú. Það virðist þó varla geta verið efamál, að þarna hafi verið
girðing af þeirri stærð og með þeirri lögun, sem hér er lýst.
Svo virtist sem í vesturbakka melaskarðsins sæi á leifar af girð-
ingarstúf andspænis girðingu B, en þess ber skýrt að geta, að hér
kynni að vera um missýningu að ræða, ekki víst að á séu manna-
verk. Botn melaskarðsins er allur með smágrjóti, sem sums staðar
tekur þann svip, að það sýnist vera raðað, en það getur verið hend-
ing ein.
C. Norðan og vestan við stóra melaskarðið er gróin spilda, en þá
kemur annað melaskarð, og stendur þar undan bakkanum girðing-