Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Page 90
92
ÁRBÖK FORNLEIFAFÉLAGSINS
l/. mynd. Melaskaröiö meö giröingunni C.
in C. Veggir hennar eru gerðir á sama hátt og í girðingu A, en þynnri
og hærri; þeir eru 60 sm breiðir, 90 sm háir. Girðingin er 12.5 m
breið og a. m. k. 20 m löng, en reyndar er ekki hægt að gera sér
grein fyrir, hve langt hún kann að ná inn undir rofbakkann. Á norð-
urvegg og austurvegg eru hlið, svo sem sjá má á uppdrættinum, og
eru þau um 1 m á breidd. Fljótt á litið mætti virðast sem einhver
bygging hefði verið innan í girðingu þessari, en svo mun þó ekki
vera, heldur er þar aðeins um laust grjót að ræða. Grafið var niður
á nokkrum stöðum inni í girðingunni, en ekkert sást nema sandur
og steinar í.
D. Á leirum þeim, sem yfir flæðir norðan við Fitina, sést undir-
staða grjótgarðs, sem í annan endann hverfur á leirunum, en í hinn
gengur inn undir Fitina. Stefnir hann þaðan nokkurn veginn í aust-
ur eftir leirunum, en sveigir til suðurs nokkru áður en hann hverfur.
Alls eru það 30 metrar, sem nú sjást af garði þessum.
Vestan við eða framan við Fitina er gamall og gróinn sjávar-