Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Síða 93
VATNSBÆJA-ENGI
95
áburður komu til sögunnar. Nú er þessi mýraheyskapur niður lagð-
ur að mestu eða öllu leyti.
Auk þeirra nytjajurta, sem hér hafa verið nefndar, er víða í
vatninu mjög mikill botngróður, svonefnt þúsundblað, sem ekki
nýtist til heyöflunar, en rotnar niður árlega og veldur því, að vatnið
er mjög auðugt af frjóefnum, sem næra nytjagrösin, enda eru
þau óvenjustórvaxin og þroskamikil, þótt slegin séu árlega, alls
staðar þar sem vatnið flýtur yfir vor og haust.
Grænan (gulstörin) vex aðeins á mjög grunnu vatni, en er sums-
staðar svo stórvaxin, að broddur stráanna nær meðalmanni í geir-
vörtu. Mjög erfitt er að þurrka hana, nema helzt í sunnanvindi
og sólskini, og nægir þó ekki til þess minna en 3—4 dagar. En svo
góðir og langstæðir þurrkar eru sjaldgæfir, og fer því oftast svo,
að hún er hirt illa þurr eða linþurr, og bregzt þá ekki, að hún
ornar í heyhlöðum og stundum um of. Ef hirðing tekst sæmilega,
er fóðurgildi hennar fyrir sauðfé meira en nokkurs annars hey-
fóðurs, þó bezta taða sé meðtalin.
Blástör vex á dýpra vatni og er líka stórvaxin. Hún er ekki
nærri eins þurrkvönd, en hefur mikið minna fóðurgildi og er þó
gott fóður.
Sefið vex aðeins þar sem vatnsdýpi er að minnsta kosti um 1 fet,
en sumstaðar er það slegið í svo djúpu vatni, að það nær fullvöxn-
um manni undir hönd. Það er ekki mjög þurrkvant og ekki kraft-
mikið fóður, en mjög hollt og svo mikið lostæti, að allar skepnur
velja það úr, þótt hrist sé saman við annað hey, meðan nokkurt
strá er eftir. Til mjólkur er það mjög gott, enda jafnan hrist
saman við töðugresi handa kúm, ef til er, svo og handa lambám
um sauðburð. Á sumrum eta hestar það með mikilli lyst, en sé þeim
gefið það um vetur, veikjast þeir og farast, ef ekki er strax fyrir-
byggt, að það slæðist í þá með öðru heyi.
Þar sem blástarar- eða sefgróður er samfelldur á nokkuð stóru
svæði, er það í daglegu tali nefnt stararflaga eða sefflaga, en
toppar þar sem um minna svæði er að ræða. Um grænuflögur eða
toppa er hins vegar ekki talað, enda nær grænan hvergi yfir stór
samfelld svæði, en er oftast aðeins mjór kögur upp við land eða
hólma og skilur þar milli mýrgresis og blástarar.
Svo sem að líkum lætur, eru vinnubrögð við heyskap í djúp-
engjum allmjög frábrugðin því sem er á harðvellis- og mýrarengj-
um. Verður hér gerð tilraun til að lýsa þeim í fám orðum.
Blástör. Eins og áður er sagt, vex blástörin út frá hólmum eða