Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Side 100
KRISTJÁN ELDJÁRN
ATHUGASEMD UM FORNAR TÓFTIR
Á LUNDI í LUNDARREYKJADAL
Á Lundi í Lundarreykjadal í Borgarfjarðarsýslu er gömul tóft,
sem notið hefur þess óvenjulega heiðurs að vera tvisvar grafin upp
af fornleifafræðingum, hið fyrra sinn af Sigurði Vigfússyni 1884,1
en hið síðara af J. Voionmaa 19392. Þetta er „hoftóftin á Lundi“,
sem fræðimenn hafa öðru hverju vitnað til sem fullgilds sýnis-
horns af íslenzku hofi allt frá uppgrefti Sigurðar til 1939. Þess skal
þó getið, að Finnur Jónsson og Daniel Bruun nefna hana ekki
á nafn í merkri grein sinni um hof og hofarannsóknir á íslandi3.
Sigurður Vigfússon segir (1884), að hann hafi fyrir löngu spurt,
að á Lundi væri hoftóft og hún hafi „verið kölluð hoftóft svo lengi
sem menn muna og vita“. Engin önnur heimild er kunn um hof
á Lundi. Sigurður lagði í að grafa upp tóftina, fékk sér fjóra menn
og gróf hana alla upp á einum degi, enda var hann að fram í myrk-
ur hinn 6. september 1884. Segist hann ekki í annan tíma hafa séð
betur unnið, og má vel trúa því. Mega þetta heita stórkarlalegar að-
farir við uppgröft, en bót var í máli, að lögun hússins gaf sig greið-
lega í ljós, og heita má furða, hve nærri réttu lagi lýsing Sigurð-
ar er, þegar á allt er litið. Uppdráttur hans er hins vegar undar-
lega fráleitur í hlutföllum og er að sínu leyti miklu frumstæðari
en lýsing uppgraftarins.
Sigurður Vigfússon fann tvö hús, sem stóðu hvort af enda ann-
ars og kallaði þau aðalhús og afhús og auk þess litla útbyggingu til
hliðar. Hann var sannfærður um, að hann hefði fyrir sér hof, og
allt, sem hann sá, skýrði hann út frá þeirri fullvissu. Öll er frásögn
1 Sigurður Vigfússon, Rannsókn í Borgarfirði 1884. Árbók 1884—85, bls. 97- 103.
2 Jouko Voionmaa, Lundur, i Forntida gárdar i Island, Kbh. 1943, bls. 171 o. áfr.
3 Daniel Bruun og Finnur Jónsson, Om hove og hovudgravninger pá Island,
Aarb. for nord. Oldkyndighed og Historie 1909, bls. 245 o. áfr.