Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Síða 107
ATHUGASEMD um fornar tóftir
109
Gestssonar af fjósi og hlöðu í Gröf í Öræfum, sem fór í eyði 1362,
og vísast um leið til lýsingar hans á þessum húsum svo og greinar-
gerðar hans um forn fjós og hlöður almennt, Árbók 1959, bls.
36—43 og 59—62.
Sennilega hefur fjós þetta ekki verið notað mjög lengi. Einhver
hefur tekið upp á að byggja það þarna á brekkubrúninni, og geta
ástæður til slíks verið margar, en vafalítið hefur komið á daginn,
að þetta var óhentugur staður, einkanlega hefur verið hvimleitt á
vetrardegi að fara upp snarbratta brekkuna til fjóss, þótt vegur-
inn sé ekki ýkja langur. Og ber þó að hafa í huga, að ekki er full-
víst, að þetta sé mjólkurkúafjós, þótt það sé líklegast. En hvað
sem um það er, hefur fjósið naumast verið notað mjög lengi á þess-
um stað.
Þeir höfundar, sem eitthvað hafa skrifað um húsaskipan íslenzkra
bæja og þróunarferil, síðan Forntida gárdar kom út (1943), hafa
yfirleitt gengið þegjandi fram hjá þessum húsum á Lundi eða að
minnsta kosti látið hjá líða að draga af þeim ályktanir um híbýli
manna. Misskilningur Voionmaas og Roussells á réttu eðli húsanna
hefur því engan óheilladilk dregið eftir sér. Samt hefur mér þótt
rétt að benda nú rækilega á, hvernig í öllu liggur, fræðimönnum til
leiðbeiningar og viðvörunar. Eftir sem áður stendur rannsóknin
sjálf fyrir sínu, og hægt er að gleðja sig við einstaklega skýrt og
skilmerkilegt dæmi um fjós og hlöðu frá fyrri tíð.
*
Við þessa athugasemd um „hoftóftina á Lundi“ vildi ég bæta fá-
einum orðum um hinar „tóftirnar“, sem Voionmaa gróf þar upp
1939 og lýst er skýrt og greinilega í Forntida gárdar. Eg kom að
Lundi 3. ágúst 1964, og má þar enn sjá öll verksummerki sæmilega
skýrt. Þau eru eins ólík fjósrústinni og verða má, þótt þau séu
uppi á hjallanum rétt hjá henni, í sléttu uppgrónu uppblástursflagi.
Þarna voru talin tvö hús, hvort um sig tvískipt, og var talið senni-
legt, að þetta væru gripahús af einhverju tagi með dálitlum við-
byggðum hlöðum. En í rauninni voru þetta einfaldar steinaraðir,
sem lágu rétt undir grasrótinni án þess að vottaði fyrir neinum
moldarveggjum ofan á þeim. Talið var, að allar undirstöður hefðu
verið lagðar einfaldri steinaröð, en veggir hefðu annars verið úr
torfi. En bágt er að skilja, hvernig þeir moldarveggir hefðu getað
horfið svona gersamlega, og tortryggilegt er, að undirstöður hafi