Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Síða 107

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Síða 107
ATHUGASEMD um fornar tóftir 109 Gestssonar af fjósi og hlöðu í Gröf í Öræfum, sem fór í eyði 1362, og vísast um leið til lýsingar hans á þessum húsum svo og greinar- gerðar hans um forn fjós og hlöður almennt, Árbók 1959, bls. 36—43 og 59—62. Sennilega hefur fjós þetta ekki verið notað mjög lengi. Einhver hefur tekið upp á að byggja það þarna á brekkubrúninni, og geta ástæður til slíks verið margar, en vafalítið hefur komið á daginn, að þetta var óhentugur staður, einkanlega hefur verið hvimleitt á vetrardegi að fara upp snarbratta brekkuna til fjóss, þótt vegur- inn sé ekki ýkja langur. Og ber þó að hafa í huga, að ekki er full- víst, að þetta sé mjólkurkúafjós, þótt það sé líklegast. En hvað sem um það er, hefur fjósið naumast verið notað mjög lengi á þess- um stað. Þeir höfundar, sem eitthvað hafa skrifað um húsaskipan íslenzkra bæja og þróunarferil, síðan Forntida gárdar kom út (1943), hafa yfirleitt gengið þegjandi fram hjá þessum húsum á Lundi eða að minnsta kosti látið hjá líða að draga af þeim ályktanir um híbýli manna. Misskilningur Voionmaas og Roussells á réttu eðli húsanna hefur því engan óheilladilk dregið eftir sér. Samt hefur mér þótt rétt að benda nú rækilega á, hvernig í öllu liggur, fræðimönnum til leiðbeiningar og viðvörunar. Eftir sem áður stendur rannsóknin sjálf fyrir sínu, og hægt er að gleðja sig við einstaklega skýrt og skilmerkilegt dæmi um fjós og hlöðu frá fyrri tíð. * Við þessa athugasemd um „hoftóftina á Lundi“ vildi ég bæta fá- einum orðum um hinar „tóftirnar“, sem Voionmaa gróf þar upp 1939 og lýst er skýrt og greinilega í Forntida gárdar. Eg kom að Lundi 3. ágúst 1964, og má þar enn sjá öll verksummerki sæmilega skýrt. Þau eru eins ólík fjósrústinni og verða má, þótt þau séu uppi á hjallanum rétt hjá henni, í sléttu uppgrónu uppblástursflagi. Þarna voru talin tvö hús, hvort um sig tvískipt, og var talið senni- legt, að þetta væru gripahús af einhverju tagi með dálitlum við- byggðum hlöðum. En í rauninni voru þetta einfaldar steinaraðir, sem lágu rétt undir grasrótinni án þess að vottaði fyrir neinum moldarveggjum ofan á þeim. Talið var, að allar undirstöður hefðu verið lagðar einfaldri steinaröð, en veggir hefðu annars verið úr torfi. En bágt er að skilja, hvernig þeir moldarveggir hefðu getað horfið svona gersamlega, og tortryggilegt er, að undirstöður hafi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.