Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Síða 109
ELLEN MARIE MAGER0Y
ÍSLENZKUR TRÉSKURÐUR 1 ERLENDUM
SÖFNUM
V
GRIPIR í HAMBURGISCHES MUSEUM FUR VÖLKERKUNDE
UND VORGESCHICHTE
FORMÁLI
I Hamburgisches Museum fiir Völkerkunde und Vorgeschichte
eru 45 útskornir trémunir frá íslandi. Flestum þeirra safnaði Hans
Kuhn, nú prófessor við háskólann í Kiel, á árunum 1927 og 1929.
(Um íslenzka safnið í Hamborg sjá Hans Kuhn, Fúhrer durch die
Sonderausstellung ISLAND im Hamburgischen Museum fur Völker-
kunde, 1947). Svo sem fram kemur í 6. og 7. atriði í þessari skrá,
hefur hann í skýrslu sinni lagt kapp á að afla vitneskju um upp-
runa hvers einstaks hlutar. ,,Frumsk.“ merkir frumskýrslu (Orig-
inalliste) hans um hlutina, sem safnað var 1927, „Kuhn 1929“
merkir skýrslu hans um það, sem hann safnaði 1929, en „Safnsk."
merkir skýrslu safnsins. Rétt er að gera sér ljóst, að fyrsta talan
í einkennistölu hlutarins er ártal, þ. e. komuár hlutarins til safnsins.
Þess skal og getið, að tveir hlutir, trafakefli tvö í safninu, eru þang-
að komin frá öðrum þekktum fræðimanni, Andreas Heusler prófessor,
sem nú er látinn.
í formála hinna fyrstu af þessum skrám, Árbók 1955—1956, er
að finna nauðsynlegar skýringar um fyrirkomulag þeirrar, sem hér
fer á eftir.
Að þessu sinni þakka ég prófessor dr. Hans Kuhn, sem sýnt hef-
ur áhuga á, að safnið sé kynnt í riti, hjálpsömum starfsmönnum
Hamburgisches Museum fúr Völkerkunde und Vorgeschichte —
einkum yfirsafnverði dr. Wilhelm Bierhenke — og dr. Kristjáni
Eldjárn þjóðminjaverði, sem þýtt hefur skrána úr norsku og ráðið
sumar höfðaletursáletranirnar fyrir mig.
Nesodden, Noregi, 9. júní 1964.
Ellen Marie Mayeroy.