Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Page 111
ÍSLENZKUR TRÉSKUR&UR 1 ERLENDUM SÖFNUM
113
5. uertuifirogaltumkring / medeilifriblessanþinni / sieugudsei
[ngla] rsamannihring / sænginniifirminni / átián / hundruð /
sextiuog / niu
Stafirnir innan í hringnum:
6. Safnsk.: Söfnunarferð Hans Kuhn, Kiel (333).
Frumsk.: 333. rúmfjöl,---------hinn 14.9., frá Júlíusi Ólafs-
syni, Miðjanesi, Reykhólasveit. Skorin 1869 af Birni Jónssyni,
Brandsstöðum.
1. Frumsk.:-----------hún er nú brotin í fjóra parta.---------í
miðjunni: G. J. S. (þ. e. Guðbrandur Jónsson) og H.B.D. (þ. e.
Helga Brynjólfsdóttir), upphafsstafir hjónanna, sem fjölin hefur
verið smíðuð fyrir.
KISTLAR
1. 27.13U:67. Kistill úr furu. Venjulegt lag, okar negldir neð-
an á lokið, þar sem það stendur út af endunum. Naglar. Tappalamir.
Handraði með loki á tappalömum. L. 20,1. Br. 12,3 (en okarnir
standa lítið eitt út undan). H. 10,6.
2. Nokkrar lausar flísar. Botninn hefur kastað sér og er því
nokkuð gisinn. Lokið er sett saman úr tveimur stykkjum. Ómálaður.
3. Útskurður á loki, hliðum og göflum. (Á handraðalokinu eru
aðeins nokkrar tungur fyrir miðju og nokkur rist strik.) Á miðju
lokinu eru þrjár höfðaleturslínur og innskorið ártal. En utan við
þær með báðum brúnum kílskurður og innskorin strik. Sams konar
bekkir eru einnig sem umgerðir á hliöum og göflum, en þar eru ann-
ars j urtaskreyti. (Verkar að vissu leyti upphleypt.) Stönglar eru
þar undnir upp (verka í rauninni sem „liggjandi S“)- Þverbönd
eru allþétt yfir um stönglana, en þeir eru misbreiðir. Okarnir á
lokinu eru nokkuð strikaðir og sami skrautbekkur á þeim sem á
loki, hliðum og göflum. — Sæmileg vinna, en mjög einhæft verk og
hugmyndasnautt.
4. 1904.
5. godnibr
injúlfs
dotti 1904
6. Safnsk.: Söfnunarferð Hans Kuhn, Kiel (43).
Frumsk.: 43. kistill,-----hinn 29.6., frá konu nokkurri
á Búðum, Hlöðuvík.
8