Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Page 113
ÍSLENZKUR TRÉSKURÐUR í ERLENDUM SÖFNUM
115
4. Ekkert ártal.
5. Engin áletrun.
6. Safnsk.: Söfnunarferð Hans Kuhn, Kiel (125).
Frumsk.: 125. kistill,---------hinn 14.7., frá Munaðarnesi á
Ströndum, frá gamalli konu þar.
7. Frumsk.: Slíkir hlutir eru, að því er varðar stærð og stílskurð,
ekki mjög sjaldgæfir. Konan, sem kistilinn átti, er nú nærri áttræð,
og hafði hann verið gefinn henni í æsku.
1. 27.134:69. Kistillok úr furu. L. 34,5. Br. 18,5.
2. Okann vantar á annan enda loksins. Listi hefur verið felldur
á aðra langhliðina. Þar eru ummerki eftir skrá. Menjar um lamir á
hinni hliðinni (ryð). Dálítið sprungið og vantar smástykki. Ómál-
aður.
3. Listinn, sem enn er á öðrum endanum, er strikaður neðan.
Útskurður ofan á lokinu. Við hvora langhlið er höfðaleturslína. Milli
þeirra er upphleyptur teinungur, 2—3 mm hár. Hann hefst í einu
horninu. Myndar tvær heilar bylgjur -þ niðurlag. I hvorri bylgju
og við upphafið og niðurlagið kvíslast greinar, sem vindast upp og
enda með stórum kleppum með þverböndum. Lítil þríhyrnd blöð
sjást aðeins á nokkrum stöðum (sumpart úrhvelfd, með skipaskurði).
Stönglarnir flatir að ofan, með þverböndum bæði þar sem greinar
skiptast og annars staðar. Innri útlínur. — Óreglulegt, lítt vandað.
4. Ekkert ártal.
5. Höfðaleturslínurnar: asaionsdotter |
jporauuojpo^su
6. Safnsk.: Söfnunarferð Hans Kuhn, Kiel (285).
Frumsk.: 285. Kistillok,---------(segir ekki hvaðan kistillinn
er. Ef til vill er hann frá sama stað og nr. 286? En undir því stend-
ur: hinn 2.9., frá Tungu í Tálknafirði).
STOKKAR
1. 27.73:1. Tigulstokkur úr beyki. Með tveimur rennilokum,
en annars skorinn út úr heilu. L. (hornalína) 12,1. Br. (hornalína)
6,5. H. 4,6.
2. Dálítið snjáður, og vantar nokkrar flísar. Ómálaður.
3. Útskurður á alla vegu. Á hvorum hliðarfleti eru þrjár höfða-