Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Blaðsíða 118
120
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
3. Útskurður á öllum fjórum hliðum og á lokinu. Alls staðar
eru það krákustígsbönd, sem myndast milli kílstungna. Skreyttu
fletirnir svo sem í umgerð af ristum strikum. Bekkirnir einnig
að nokkru leyti greindir hver frá öðrum með ristum samhliða strik-
um. — Heildaráhrif í betra lagi. Ekki sérlega nákvæmlega unnið.
4. Ekkert ártal.
5. Engin áletrun.
6. Safnsk.: Söfnunarferð H. Kuhn, Kiel (73).
Frumsk.: 73. prjónastokkur.---------hinn 3. 7., frá gamalli
konu á Dynjanda í Jökulfjörðum.
7. Frumsk.:----------hann er, að því er eigandinn sagði, fast
að 100 ára.
1. 27,13U:21U. Prjónastokkur úr furu, áttstrendur. Eintrján-
ingur. Rennilok. L. 32,5. Br. 4,3. H. 4,5.
2. Dálítið slitinn ofan á, annars óskemmdur. Ómálaður.
3. Útskurður á öllum flötum nema botni. Á hvorum enda er
skipaskurðarstjarna, sexblaðarós, með „bátskurði“ einnig í hring
umhverfis, og þríhyrndri skipaskurðarstungu í hverjum þríhyrn-
ingi milli „blaða“. Á lokinu er bekkur af „snúnum böndum“. Sams
konar bekkur á hvorum hinna neðri skáflata. Hliðarfletirnir tveir
hafa hvor um sig mjög einfaldan bylgjuteinung — áhrifin nást með
nokkrum skurðum við brúnir og endurtekinni ristri línu, sem end-
ar með uppundningi í annan endann. Á annarri hliðinni eru þar
að auki nokkur þverbönd, og fáeinar skipaskurðarstungur í því sem
á að tákna blöð við jaðrana. Hinir skáfletirnir tveir hafa hvor sína
áletrunarlínu — eins konar blendingur af höfðaletri og latínuletri.
— Að öllu samanlögðu góð vinna, en teinungarnir eru í lakara lagi.
4. 1837 (sjá hér að neðan, lið 5).
5. gudrun ionsdottir / apriona stockinn
smidaduráridatianhundrudþriatiuogsiö
6. Safnsk.: Söfnunarferð H. Kuhn, Kiel (139).
Frumsk.: 139. prjónastokkur;----------hinn 15.7., frá gam-
alli konu í Munaðarnesi á Ströndum.
1. 27.13^:215. Prjónastokkur úr furu, tappinn úr eik, en lokið
úr beyki. Óvanalegt lag. Eintrjáningur. Ávalur neðan á (eins og
meiði). Þar eru upphækkuð belti þvert yfir, svo að minnir á bókar-
kjöl. Hverfilok. Tappinn er langur (nær í gegnum botninn) og er