Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Side 123
ÍSLENZKUR tréskuröur í ERLENDUM SÖFNUM
125
útbrún og skorin lína samhliða brúninni innan við. Að öðru leyti
myndast rúðumunstur af mjög laust ristum skástrikum og nokkr-
um skorum eða skipaskurðarstungum nokkurn veginn hornrétt á
þær. — Ekki sérlega vandað, en heildarsvipur góður.
4. Ekkert ártal.
5. Engin áletrun.
6. Safnsk.: Söfnunarferð H. Kuhn, Kiel (90).
Frumsk.: 90. askja;----------hinn 4.7., frá Kvíum í Jökul-
fjörðum.
1. 27.13A:63. öskjur (mjög litlar) úr furu, sporöskjulagaðar.
Trénaglar og tágar. L. 7,8. Br. 5,2. H. um 4.
2. Óskemmdar. Líta út fyrir að vera næstum ónotaðar. Ó-
málaðar.
3. Útskurður á lokinu. 1 rétthyrndum reit í miðju eru þrír bók-
stafir (höfðaletur). Utan við reitinn er fyllt upp með þríhymdum
skipaskurðarstungum, og yzt, utan við rista línu samhliða brún-
inni, er röð af kílstungum. — Vandvirknislega unnið.
4. Ekkert ártal.
5. glá
6. Safnsk.: Söfnunarferð H. Kuhn, Kiel (99).
Frumsk.: 99. askja,----------hinn 5.7., á Stað í Grunnavík,
frá stúlku frá Hrafnsfjarðareyri, Jökulfjörðum. Askjan er frá Að-
alvík.
1. 27.13U:6U. Smjöröskjur. Lok- og botnplötur úr furu, en hlið-
arnar munu vera úr birki. Sporöskjulagaðar. Trénaglar og tágar.
L. 6. Br. um 4,5. H. um 3,8.
2. Óskemmdar (en notaðar og fitugar að innan). Ómálaðar.
3. Útskurður á lokinu. í rétthyrndum reit í miðjunni eru tveir
höfðaletursstafir. Fyllt upp umhverfis með þríhyrndum skipaskurð-
arstungum. Yzt, utan við línu skorna samhliða brúninni, er röð af
kílstungum. — Vandvirknislega unnið.
4. Ekkert ártal.
5. ga
6. Safnsk.: Söfnunarferð H. Kuhn, Kiel (100).
Frumsk.: 100. askja.---------hinn 5.7., frá séra Jónmundi
á Stað í Grunnavík.