Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Page 125
ÍSLENZKUR tréskurður í erlendum söfnum
127
3. Handarhöldin dálítið tilsniðin. Útskurður á loki. Venjulegt
munstur. Á hlýrunum eru bekkir af smáum þverstæðum skorurn,
bandhnútur og nokkrar kílstungur. Á reitnum við totuna eru kíl-
stungubekkir, langar þríhyrndar skipaskurðarstungur og teinungs-
kynjuð atriði. Báðum megin við þennan afmarkaða reit og við hlýr-
ana eru sveigðar sammiðja línur með skipaskurði og kílstungum á
milli. I miðju er stór skipaskurðarstjarna, áttablaðarós með fjórum
geislastæðum smáblöðum út á milli blaðanna. I öllum bilum milli
blaða er þríhyrnd skipaskurðarstunga. „Bátskurðir" í hring utan
um, síðan röð af smáum kílstungum. Við brún loksins röð af stærri
kílstungum. 1 nokkuð lækkuðum reitum báðum megin eru upphleypt-
ar rósettur, alveg kringlóttar með geislastæðum smástrikum og
skorum. — Þokkaleg vinna.
4. Á eftra handarhald er skorið 1904.
5. Innan á lokið er skorið S B
6. Safnsk.: Söfnunarferð H. Kuhn, Kiel (7).
Frumsk.: 7. askur,---------hinn 23.6., frá frú Herborgu í
Skálardal, Aðalvík.
7. Frumsk.:---------Þangað til fyrir um það bil 40 árum voru
askar svo til einu matarílátin á íslenzkum bæjum. Nú eru þeir mjög
sjaldgæfir og hvergi lengur í notkun. (Fjölmargir eru til í Þjóð-
minjasafni íslands í Reykjavík). Útlendir bollar og diskar eru komn-
ir í staðinn. Askar eru líkt smíðaðir í öllum landshlutum. Allir hafa
þeir útskorið lok og tvö handarhöld.
1. 27.134:43. Askur úr furu (gjarðirnar munu vera úr birki?).
Venjulegt lag, bumbumyndaður bolur, stórt og lítið handarhald,
kúpt lok (aðeins mjög lítil tota fremst). Mesta br. 22,5. H. (þar
sem uppistaðan er hæst) 13. Þvm. við botn um 15.
2. Nokkuð slitinn, einkum brúnir loksins. Gjögtir dálítið um
samskeyti. Annars óskemmdur. Ómálaður.
3. Handarhöldin dálítið tilsniðin. Útskurður á loki. Mjög venju-
legt munstur með bekkjum af smáskorum báðum megin á handar-
haldinu (uppistöðunni), bandhnútur á ferhyrnda reitnum ofan við
hlýrana, en báðum megin við bandhnútinn röð af kílstungum. Á
lokinu miðju er skipaskurðarstjarna, sexblaðarós, með „bátskurð-
um“ og þríhyrndum skipaskurðarstungum milli blaðanna. Á reitn-
um við totuna er einnig munstur af þríhyrndum skipaskurðarstung-
um (m. a. myndast knappar á stöngli) -f nokkur teinungskynjuð
atriði. Röð af kílstungum er bæði kringum þennan reit og sexblaða-