Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Page 128
130
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
7. Frumsk.: Báðar efri gjarðirnar vantaði; Guðmundur Kjart-
ansson, Hafnarhólmi, Selströnd, setti þær á hinn 20.7.
1. 27.13U:-k6. Askur úr furu (gjarðirnar munu vera úr birki).
Venjulegt lag. Tota fremst á loki. H. (uppistöðunnar) 14,5. Mesta
br. (með handarhöldum) 23,5. Þvm. um botn um 15,3.
2. Nokkuð gisinn, en annars óskemmdur. Ómálaður.
3. Nokkrar skornar línur á handarhöldunum, annars er útskurð-
ur aðeins ofan á lokinu. Á reitunum við handarhöldin eru bekkir
af skornum strikum, kílskurði og skárúðum. Fremst á totunni eru
nokkrir skurðir með hornréttum smáskorum. Á kúptu lokinu er
annars samhverft teinungamunstur, sem verkar upphleypt. Flatir
breiðir stönglar, allt að 1,7 sm, með innri útlínum, þverbönd. Upp-
haf stönglanna er við reitinn framan eftra handarhalds. I hverjum
uppundningi er stór knappur og yfir hann þverstrik með hornrétt-
um smáskorum. Fáein sveigð úrhvelfd blöð. Fyllt upp með smá-
gerðu blaðakenndu skreyti. Litlir „bátskurðir" og naglskurðir til
skrauts koma einnig fyrir. — Fallegt og vandlega gert.
4. Ekkert ártal.
5. Engin áletrun.
6. Safnsk.: Söfnunarferð H. Kuhn, Kiel (326).
Frumsk.: 326. askur,----------hinn 11.9., frá Gufudal, Gufu-
dalssveit.
1. 27.13i:í7. Lok og uppistaða af aski, úr furu. Venjulegt
lag, með dálítilli totu fremst. Mesta haf á lokinu er 15,5. Mesta
hæð uppistöðu um 9.
2. Greinileg slitmerki. Ómálað.
3. Aftast á uppistöðunni (handarhaldinu) er aðeins ristur einn
kross með kílstungum. Á hlýrunum er bekkur af smáskorum, en
annars er flatt upphleypt jurtaskreyti á lokinu, samhverft um mið-
línu. Stönglarnir hefjast í framhaldi af hlýrunum. Misjafnlega
stórir uppundningar með knappi. Á stærstu knöppunum er þver-
band, sem myndast milli tveggja naglskurða. Á miðju lokinu er
rósetta, sem á hafa víst verið geislastæðar þríhyrndar skipaskurð-
arstungur. Stöngull heldur áfram fram af rósettunni og endar í
blaðaskúf frammi við totu. Við brún til beggja hliða er hjarta með
kílstungu í. — Verkið í betra lagi.
4. Ekkert ártal.
5. Engin áletrun.