Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Page 132
134
ÁRBÖK FORNLEIFAFÉLAGSINS
teningsins er einkennilegt samhverft bandamunstur, en á þeim
fremsta er sitt dýrið hvorum megin (tegund óþekkjanleg). Ofan á
keflinu, eftir ,,brúnum“, liggur höfðaleturslína, og á sneiddum jöðrum
til beggja hliða við hana er röð af skásettum ferhyrningum. (Sams
konar bekkir einnig ofan á miðteningnum og á skáflötum á sjálfri
fjölinni.) Á skáfleti mi'ðteningsins er rist ANO og ártal. Öðrum megin
á sjálfri fjölinni er teinungskenndur bekkur með láréttu bandi, hin-
um megin og á lárétta fletinum þar er köntótt teinungsmunstur, en á
hinum lárétta fletinum höfðaleturslína. — Frekar gróf vinna.
4. ANO 1739
5. þuridurgutthor Bókstafir skornir neðan
msdo / tter / á handfangið: S G S
6. Safnsk. segir aðeins: Trafakefli. ísland. Próf. dr. Heusler.
1. 33.67:2. Trafakefli úr beyki. Uppundið handfang fremst.
Aftast er loftskorið ávalt handfang. Hár miðkafli. Skorið er í gegn-
um hann ofarlega, svo að það sem upp snýr á keflinu verður að
mestu leyti á lofti. L. 52. Br. 7,7. H. 6,5.
2. Vantar nokkrar smáflísar, annars er keflið gott. Ómálað.
(102. mynd)'.
102. mynd.
3. Flestir fletir eru skreyttir með útskurði. Fremra handfang
dálítið tilskorið á hliðum. Ofan á er skreyti með löngum naglskurð-
um. Aftara handfang er slétt, en á brúnum fjalarinnar undir því eru
bekkir af sams konar löngum naglskurðum og á brúnum loftskorna
hlutans efst á miðkaflanum. Ofan á honum eru annars nokkrir gegn-
umskornir stórir stafir og tvö lárétt bönd dregin í gegnum þá. Til