Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Side 138
140
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
1. 29.118:16. Lok af kringlóttri öskju? Úr furu. Ekki ann-
að en kringlótt spjald. Með haki, þannig að sú hliðin, sem niður
veit, er minni í þvermál en sú efri, og virðist hafa verið þrýst niður
í öskjuna. Þvm. um 11,5.
2. Flís vantar á neðra borð, smárifur ofan á. Ómálað.
3. Útskurður ofan á. Skipaskurðarstjarna, sexblaðarós, með þrí-
hyrndri skipaskurðarstungu í hverju bili milli blaða. Fyrir utan,
nær brúninni, kílskurðarhringur. — Sæmilega gert.
4. Ekkert ártal.
5. Engin áletrun.
6. Safnsk.: Dr. Hans Kuhn (22).
Kuhn 1929: 22. öskjulok----------frá Garði. 13. júlí.
7. Enn fremur hjá Kuhn:-------------ég hef hvað eftir annað séð
öskjulok með þess konar munstri á Norðurlandi, en aldrei með
höfðaletri.
1. 27.134:28. Fötutré úr furu. Beint kefli, sívalur kafli um
miðju, breiðara og ferstrent til endanna, sem hvor um sig er með
ferköntuðu gati í gegn. L. 34,1 Br. um 2,5. Þ. um 1,5.
2. Nokkrar flísar úr. Mjólkurfarði (?) neðan á. Ómálað.
3. Skreytt ofan á með ristum strikum og litlum þríhyrndum
skipaskurðarstungum á ferstrendu köflunum, í kringum götin.
Skreyttu fletirnir fjórir eru eins: milli tveggja beinna strika þvert
yfir flötinn eru hornalínur í kross. í hverjum hinna fjögurra þrí-
hyrninga, sem þannig myndast, er þríhyrnd skipaskurðarstunga.
— Ekki sérlega vandað.
4. Ekkert ártal.
5. Engin áletrun.
6. Safnsk.: Söfnunarferð H. Kuhn, Kiel (28).
Frumsk.: 28.----------hinn 26.6., frá Híram Jónssyni, Görð-
um, Aðalvík.
7. Frumsk.: Fötutré, nefnt handfang á Norðurlandi.