Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Qupperneq 141
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1963
143
og urðu til álitsauka og upplyftingar fyrir stofnunina. Hið merkasta
við þau var, að ríkisstjórnin gaf fyrirheit um, að stofnuð yrði þjóð-
háttadeild við safnið, og verður nánar vikið að því síðar. Þess ber
og að geta sérstaklega, að Reykjavíkurborg gaf safninu 100 þús.
krónur til þess að efla og auka mannamyndasafnið, og var þegar
í stað hafizt handa um að nota þessa góðu gjöf svo sem til var
ætlazt.
Sýningar og aðsókn.
Svo sem verið hefur tvö undanfarin ár, var safnið opið á hverjum
degi í júní, júlí og ágúst, en aðra mánuði ársins aðeins fjóra daga
í viku, 2i/2 tíma á dag. Skráðir safngestir á almennum sýningartíma
voru 30.447.
Haldnar voru 13 sérsýningar 1 bogasalnum eða sem hér segir:
Afmælissýning Þjóóminjasafnsins, „Islenzkur tréskurður“, 24. febr.
— 17. marz.
Sigurður K. Árnason, málverkasýning, 30. marz — 7. apríl.
Jón Ferdinanclsson, málverkasýning, 27. apríl — 5. maí.
Bjarni Guðjónsson, málverkasýning, 14.—22. maí.
Richard Valtingojer, málverkasýning, 25. maí — 3. júní.
Anglía, ensk samtímalist, 8.—17. júní.
Sýning á málverkum Gunnlaugs Blöndals, afmælissýning, 27. ágúst
—8. sept.
Nína Sæmundsson, málverk og höggmyndir, 21.—30. sept.
Jóhann Briem, málverkasýning, 5.—13. okt.
Sýning á málverkagjöf Bjarnveigar Bjarnadóttur og sona hennar
til Árnessýslu, 19.—22. okt.
Magnús Á. Árnason, málverk og höggmyndir, 26. okt. — 3. nóv.
ísleifur Konráðsson, málverkasýning, 9.—17. nóv. og 23.—24. nóv.
Eladio Calleja, málverkasýning, 30. nóv. — 8. des.
Sýningar þessar voru allar einkasýningar nema hin fyrsta, sem
safnið hafði sjálft í tilefni af aldarafmæli sínu. Starfsmenn safns-
ins aðstoðuðu þó einnig við uppsetningu ensku málverkasýningar-
innar. — Geta má þess hér, að menntamálaráðuneytið afhenti Þjóð-
minjasafninu eitt eintak eftirgerðar af Book of Durrow, sem ríkis-
stjórn Irlands gaf íslandi í tilefni af aldarafmæli safnsins, og er
hún sýnd í sýniborði með Book of Kells (sbr. skýrslu um safnið
1961).