Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Side 143
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1963
145
Vattarnesi og erfingjar Gísla heitins Þorvarðssonar í Papey. —
Margt gott er hér ótalið, og er safninu það mikið fagnaðarefni,
hve ræktarsamir menn eru í þess garð, og ánægjulegt er, að enn
skuli mega vænta svo góðs safnauka sem varð á þessu ári.
Örnefnasöfnun.
Ari Gíslason hélt enn sem fyrri áfram að auka og endurbæta
örnefnalýsingar á þeim svæðum, sem enn eru óunnin eða ófull-
komin. Framan af ári gerði hann undirbúning að söfnun í 5 aust-
ustu hreppum Vestur-Skaftafellssýslu og í Öræfum. Ferðaðist síðan
um þessi svæði 26. júní — 20. júlí, 7.—20. ágúst og 23.—28. ágúst
(í Öræfum). Gerði hann uppköst að örnefnalýsingum í þessum
hreppum, en á eftir að leita frekari vitneskju hjá fróðum mönnum
utan héraðs. Á árinu afhenti safnarinn fullfrágengnar örnefna-
skrár úr Hróarstungu- og F1 jótsdalshreppum í Norður-Múlasýslu.
Jóhannes Óli Sæmundsson hélt áfram söfnun sinni í Eyjafirði
eins og hann hefur gert á undanförnum árum. Beitti hann sér að
þessu sinni einkum að Ólafsfjarðarhreppi.
Á árinu voru safninu gefin tvö örnefnasöfn; örnefni í Hrófbergs-
hreppi hinum forna, skráð af Magnúsi Steingrímssyni hreppstjóra,
gef. séra Jón Guðnason, og örnefnasafn Brynjúlfs Jónssonar frá
Minnanúpi, gefið af erfingjum hans.
Þjóðháttaskráning.
Haldið var áfram að safna þjóðháttaheimildum á sama hátt og
á undanförnum árum. Sendir voru út tveir spurningalistar, hinn
fyrri um orf, hrífu og Ijá, og var hann gerður í samstarfi við orða-
bók Háskólans, en hinn síðari um barnið, fæðingu og fyrsta ár.
Gerð var gangskör að því að hafa upp á fleiri heimildarmönnum,
og tókst það að verulegu leyti, enda veitir ekki af, því að alltaf
falla fleiri og færri heimildarmenn frá á ári hverju. Um áramót
höfðu borizt svör við fyrri listanum frá 90 mönnum, og er það mjög
góður árangur, en við síðari listanum liöfðu borizt 28 svör. Hann var
sendur út svo seint ársins, að enn munu eiga eftir að berast mörg
svör við honum. Á árinu hafa einnig komið allmörg svör við hinum
fyrri spurningalistum, og liggur slíkt í hlutarins eðli, menn eru
misjafnlega fljótir að koma svörunum frá sér. Alls hefur þjóð-
háttaskráningin nú sent frá sér 10 spurningalista, og reynslan
virðist sýna, að ekki hentar að senda meira en tvo lista til jafn-
10