Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Page 144

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Page 144
146 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS aðar á ári. Þórður Tómasson hefur unnið undirbúningsvinnuna við listana frá upphafi þjóðháttaskráningarinnar. Á aldarafmæli safnsins tilkynnti menntamálaráðherra dr. Gylfi Þ. Gíslason, að ríkisstjórnin hefði ákveðið að stofna þjóðháttadeild við safnið, og fól þjóðminjaverði að hefja undirbúning í því sam- bandi. 1 tillögum um fjárveitingar á árinu 1964 var því gert ráð fyrir slíkri deild og að ráðinn yrði sérmenntaður maður að safninu hennar vegna sem fullkominn safnvörður. Var staða þessi auglýst seint á árinu, og sótti um hana Þór Magnússon, fil. kand. Ráðgert er að setja þessa deild á laggirnar undir eins upp úr áramótum. Þjóðminjasafninu er að sjálfsögðu mjög kærkomin þessi viðbót við starfslið og starfssvið, og mun hin nýja deild taka við starfi þjóð- háttaskráningarinnar, efla söfnun og auka vísindalegar rannsókn- ir á sínu sviði. Viðhald gamalla bygginga. Á árinu var ekkert stórt átak gert í sambandi við viðhald gam- alla bygginga í vörzlu safnsins, en árleg aðhlynning er að sjálf- sögðu svipuð frá ári til árs. Lokið var að fullu við að gera við Hóla- kirkju, svo að hún má nú heita í mjög góðu standi. Hafði Hró- bjartur Jónasson, smiður frá Hamri í Hegranesi, þetta viðgerðar- starf með höndum. Kirkjan átti á þessu ári 200 ára afmæli, og var þess minnzt með hátíðahöldum á Hólum hinn 25. ágúst að við- stöddum biskupi, kirkjumálaráðherra og mörgum öðrum gestum, meðal annarra fjölda presta. Tók þjóðminjavörður mikinn þátt í undirbúningi hátíðarinnar og setti saman samfellda dagskrá um sögu kirkjunnar, sem flutt var af honum og fleirum á síðdegis- samkomu í dómkirkjunni, en fyrr um daginn hafði verið hátíða- guðsþjónusta. Kirkjumálaráðherra tilkynnti, að ríkisstjórnin gæfi kirkjunni klukkur í turninn sem afmælisgjöf. Út var gefin önnur útgáfa af bæklingi þjóðminjavarðar um Hólakirkju, fyrst gefinn út 1950, og kostaði menntamálaráðuneytið útgáfuna. í Gröf á Höfðaströnd var hringveggurinn kringum kirkjugarð- inn gerður upp, enda var hann orðinn mikið niðurníddur, og einnig var gert verulega að moldum kirkjunnar. Á Keldum á Rangárvöllum var gert rækilega við lambhúsin á svokölluðu Framtúni, en þau eru meðal þeirra húsa, sem ríkið á á Keldum og ætlunin er að varðveita. Gert var svo sem þörf var á við gamla klukknaportið á Möðru-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.