Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Page 145
SKÝESLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1963
147
völlum í Eyjafirði, sem heimilað var að tekið væri á fornleifaskrá
með bréfi menntamálaráðuneytisins dags. 23. okt. 1962.
Dyttað var til bráðabirgða að steinkirkjunni í Viðey, sem heim-
ilað var að tekin væri á fornleifaskrá með bréfi menntamálaráðu-
neytisins dags. 23. okt. 1962, og undirbúningur hafinn undir ræki-
lega viðgerð hennar.
Á Reykjum í Hrútafirði var enn unnið að skýlinu yfir hákarla-
skipið Ófeig, og má það nú heita fullbúið og í það kominn hiti. Er
þá ekkert að vanbúnaði að láta gera við skipið sjálft, og verður
það næsti áfangi.
í Glaumbæ gerðist það, að Hjörtur Kr. Benediktsson, sem verið
hefur bæjar- og safnvörður þar með prýði og sóma undanfarin 10
ár, sagði því starfi lausu, enda maður við aldur. Er enn óráðinn
maður í hans stað.
Aðsókn að gömlu húsunum er stöðug og jöfn, en ekki liggja fyrir
nákvæmar tölur um hana. Gestafjöldi í Glaumbæ hefur löngum verið
á fimmta þúsundi, en aðsókn þar er þó meiri en á flestum þeim
stöðum öðrum, þar sem verndaðar byggingar eru. Gestafjöldi í
Stöng var geysimikill og miklu meiri en nokkru sinni áður, og
stafar það að nokkru leyti af því, að brú er nú á Fossá. í gestabók
Stangar skrifuðu sig 3559 manns, en miklu fleiri hafa þó áreiðan-
lega komið þar.
Komið hefur til mála, að Staðarkirkja á Reykjanesi í Barða-
strandarsýslu verði tekin á fornleifaskrá, og í tilefni af því skoð-
aði þjóðminjavörður kirkjuna á þessu ári. Endanleg ákvörðun var
þó ekki tekin um málið.
Getið skal þess hér, að Hörður Ágústsson listmálari hefur á þessu
ári og undanfarin tvö ár haft nokkurn styrk úr Vísindasjóði til
þess að skoða, mynda og að nokkru leyti mæla upp gömul hús, og
hefur hann unnið þetta verk að nokkru leyti í samráði við Þjóð-
minjasafnið.
Byggðasöfn.
Á þessu ári var í fyrsta skipti á fjárlögum dálítil upphæð til
byggingar byggðasafnshúsa, sem skipt var jafnt milli Byggðasafns
Árnesinga á Selfossi og Minjasafnsins á Akureyri, sem bæði hafa
þá verið viðurkennd styrkhæf byggðasöfn. Minjasafnið á Akureyri
var opnað með nokkurri viðhöfn hinn 17. júlí, og var þjóðminja-
vörður þar viðstaddur og flutti ávarp fyrir hönd Þjóðminjasafns-
ins. Hús safnsins á Selfossi er að verða tilbúið, og mun safnið vænt-