Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Blaðsíða 15
BÁTKUMLIÐ I VATNSDAL
19
11. mynd. Armbaugar, fingurhringur, sörvistölur, leifar af keöju, kinga og prjónn
úr snúnum eirvír. 5:7. — Two bracelets of bronze, a finger ring of bronze, a string
of beads, two parts of a bronze chain, a pendant of gilt bronze and a bronze pin. 5:7.
á brunagrafir. Er talið, að þeir hafi verið gerðir eingöngu í þeim
tilgangi, og hinn látni yrði með þessu vígður Þór (5). Þeir Þórs-
hamrar, sem gerðir eru úr silfri eða gulli, hafa hins vegar verið
bornir í festi um hálsinn, og eru sumir þeirra vönduð smíð og skraut-
leg, en aðrir eru einfaldari og líkir hamrinum frá Vatnsdal, klipptir
út úr silfurþynnum eða slegnir til úr silfurteinum (6).
Þórshamarinn hefur verið gamalt helgitákn, og á víkingaöld verð-
ur þess greinilegast vart. Frá víkingaöld eru hinir litlu Þórshamr-
ar, sem fyrr getur, og einnig eru þeir til klappaðir á rúnasteina
í Danmörku frá þeim tíma. 1 Grænlandi hafa þeir einnig fundizt
ristir á tvö klébergsbrot, einu hei'ðnu minjarnar frá búsetu norrænna
manna, sem þekktar eru þar í landi (7).
Bjalla. Einn eftirtektarverðasti hluturinn úr kumlinu er bjalla
úr bronsi, nauðalík þeim tveimur bjöllum, sem áður hafa fundizt
í kumlum hér á landi (að Kornsá í Vatnsdal í Húnavatnssýslu, Þjms.
1781, og Brú í Biskupstungum, Þjms. 1198). Sennilega hefur hún