Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Blaðsíða 123

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Blaðsíða 123
TlU SMÁGREINAR 123 frá hinum kunna ljósmyndara Birni Björnssyni kaupmanni á Norð- firði til Matthíasar Þórðarsonar þjóðminjavarðar. Bréfið er dagsett 15. nóv. 1939 og er á þessa leið: „Snemma í ágústmánuði 1938 fór ég á bíl norður í land. Á leið minni kom ég að svokölluðum „Gömlu-Grímsstöðum“ á Fjöllum, þ. e. rústum Grímsstaða, þar sem bærinn stóð, áður en hann var fluttur þangað sem hann nú stendur, fyrir eitthvað um 30 árum, að því mér er sagt. Undir tóftarbroti einu hægra megin við veginn, þegar norður er farið, fann ég uppblásna mannabeinagrind eða beinahrúgu, réttara sagt, innan um nokkra steina, sem sennilega hafa verið notaðir við dysjunina. Ég tók mynd af þessu og sendi yður hana hér með. Mér er sagt, áð aldrei í manna minnum hafi verið kirkja á Gríms- stöðum. Einnig er mér sagt, að bærinn muni ekki hafa staðið þarna mjög lengi, heldur verið fluttur þangað frá enn öðrum stað vegna uppblásturs eins og þessi.“ 1 bréfi þessu er að vísu ekki mikinn nýstárlegan fróðleik að finna, en þó þykir rétt að halda því til haga í sambandi við rannsókn þá á Gömlu Grímsstöðum, sem fjallað er um í áðurnefndri grein. Myndin, sem Björn kaupmaður vitnar í í bréfinu, er í Þjóðminjasafninu, en hefur einu sinni verið birt, í grein minni um útfararsiði í fornöld og á miðöldum, sem birtist í Dansk ligbrændingsforenings beretning for 1953. Myndin er þar á bls. 73. 4. Róðukross í Garpsdalskirkju. I Garpsdalskirkju í Barðastrandarsýslu er Kristsmynd, útskorin úr eik, gerð sem mjög hátt upphleypt rismynd, þannig að höfuð, fætur og armar eru skornir allt umhverfis, en bakið er áfast sléttri fjöl þunnri, sem skorin er úr sama kubbnum og myndar stofn kross- ins. Armarnir eru hins vegar skornir hvor í sínu lagi, og það hefur þvertré krossins einnig verið, en það vantar nú. Líkamshæðin er 46,5 sm, en faðmurinn út á fingur er 50,5 sm. Breidd fjalarinnar, sem táknar krosstréð, er 8 sm. Myndin ber nú eikarlit, en leifar af blá- grænni málningu sjást á lendaklæði, krosstré og þyrnikórónu, en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.