Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Blaðsíða 132

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Blaðsíða 132
132 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Sívali kaflinn, þar sem rifurinn hefur leikið í hleinarkróknum, er 12.5 sm, en rifshausinn er 25 sm langur og 12 sm breiður á kant. Augun fyrir haldvindurnar eru rösklega 4 sm í þvermál. Slitmerki eru lítil í augunum, svo og á sívala kaflanum og í litlu götunum, sem fest var upp í. Bendir þetta til þess, áð rifurinn hafi verið lítið notaður. Rifur þessi hefur, eins og vænta mátti, að öllu leyti verið eins og þeir þrír rifir, sem Þjóðminjasafnið átti áður úr gamla vefstaðn- um (Þjms. 855, 908, 1919). Sá, sem safnið eignaðist síðast, kom þangað árið 1881, enda ekki von á, að mikið framboð sé á slíku, þar sem kljásteinavefstaðurinn hefur vafalítið yfirleitt gengið úr notkun skömmu eftir 1800. Því einkennilegra er og óvæntara, að finna nú rif úr slíkum vefstað í girðingu norður við Gljúfrá á því herrans ári 1963. Það sýnir, að lengi er von á einum. Og svo skrýti- lega vill til, að sama sumarið sagði Guðmundur Jónsson á Kóps- vatni í Hrunamannahreppi starfsmönnum Þjóðminjasafnsins, að til væri heima hjá sér brot úr sams konar rif og annað úr sama rifnum hefði verið látið í Byggðasafn Árnessýslu á Selfossi. Og enn má bæta því við, að Björn Halldórsson, annar þeirra, sem Mið- hópsrifinn fundu, segist hafa sagt Páli Gíslasyni á Aðalbóli á Jökul- dal frá fundinum, og hafi þá rifjazt upp fyrir Páli, að einmitt slíkur raftur hafi verið í árefti á gömlu húsi á Aðalbóli, en hann hafi verið svo fúinn, að ekki hafi verið hægt að varðveita hann. Allt sýnir þetta að nokkru, hver örlög biðu gömlu íslenzku vefstað- anna, þegar þeir þokuðu fyrir dönsku vefstólunum. 8. Grafletur séra Þorsteins Hallgrímssonar. Séra Þorsteinn Hallgrímsson, prestur í Stærri-Árskógi, afi Jón- asar skálds Hallgrímssonar, dó árið 1791, 39 ára að aldri. Hann var grafinn sunnanvert við Stærri-Árskógskirkju, og var leiðisfjöl á leiði hans í legsteins stað, eins og oft tíðkaðist áður fyrr. Voru þá tveir staurar reknir niður hvor við sinn enda leiðisins og fjölin negld á þá, svo að hún var upp á rönd eftir endilöngu leiði. Oft var letur á báðum hliðum. Daði Níelsson hinn fróði sá leiðisfjöl séra Þor- steins árið 1849. Hún var þá brotin, en Daði skrifaði upp letrið, og var það á þessa leið (fært til nútíma stafsetningar og skipt í ljóð- línur):
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.