Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Blaðsíða 137
TlU SMÁGREINAR
137
þau litlu gögn, sem til er að dreifa, og hlýtur nú hver og einn að
meta líkur og sannindi fyrir sig.
10. Heybindingur í Kelduhverfi.
Guðmundur B. Árnason á Akureyri, uppalinn í Lóni í Keldu-
hverfi, skrifaði ritstjóra Árbókar eftirfarandi bréf hinn 1. 4. 1964.
Guðmundur er fæddur, 15. okt. 1873 og var nákunnugur Sveinunga
málara. Sú svipmynd, sem Guðmundur bregður hér upp af honum, er
því góður viðauki við grein Björns Guðmundssonar um hann í Árbók
1963:
„Ég þakka þér fyrir þá hugulsemi að senda mér Árbókina, sem
ég fékk fyrir 2—3 dögum. Ég hef gaman af að sjá hana og lesa,
ef sjónin leyfir, en hún er nú mjög á undanhaldi. Einnig þótti mér
vænt um að eignast mynd af mínum gamla góða vini og samstarfs-
manni — Sveinunga. Fimm síðustu árin, sem ég var í Lóni, bundum
við Sveinungi hvern bagga, sem fluttur var heim af engjunum,
en þær voru allar við Víkingavatnið, 1—IV2 klukkustundar lestagang
frá Lóni. Þurfti að vanda mjög binding á heyinu svo að vel færi
á hestunum, sem vanalega voru 6—10 í lest. Og af því Björn minn-
ist þess, hve Sveinungi var góður bindingsmáður, datt mér allt í
einu í hug að segja þér aðíerðina við bindinginn. Því ég býst við að
bindingsaðferð sú, sem þú hefur vanizt, sé allólík.
Við binding til langflutnings voru vanalega tveir karlmenn og
stúlka. Fyrst varð að gæta þess að setja heyið mátulega á hagldirn-
ar, svo að reipissilinn yrði á réttum stað á bagganum. Þegar þrætt
hafði verið í hagldirnar, var tekið ofurlítið í reipin, svo að sátan
yrði stöðugri. Kleif Sveinungi síðan upp á sátuna og tróð hana
sem bezt. Að því búnu lögðumst við báðir á bakið, héldum í sitt
reipistaglið hvor og brugðum þeim (utan) um heyvisk, en stúlkan,
sem rökin hirti, kom og lagðist á baggann. Síðan lögðumst við Svein-
ungi í reipið og spyrntum af öllum kröftum í baggann, þar til við
gátum ekki lengur hnikáð reipinu. Risum við þá á fætur og veltum
bagganum við, en gættum þess vel, að reipið rynni sem minnst til
baka í högldunum. Brá þá Sveinungi reiptagli sínu í lykkju (að-
gjörð eða afgjörð) og þræddi ég mína taug þar í. Fór ég síðan upp
á baggann, tróð hann á ný og sparkaði á honum um stund eftir