Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Blaðsíða 145
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1965
145
allt eftir því, hvort maðurinn á hverjum stað á meira undir
veiðiskap eða gróðri jarðar. Þessar myndir eru því trúarsögu-
legar og menningarsögulegar heimildir fyrst og fremst, og á því
sviði eru þær óþrjótandi í margbreytileik sínum, þótt oft vilji
verða erfitt um túlkun og sitt geti sýnzt hverjum. Meira en
flest annað lífga þær upp hinar einhæfu heimildir vorar um
hinar löngu forsögualdir, þar sem við ekkert er að styðjast nema
þröngan hóp verkfæra, vopna og skartgripa og þó þeirra einna,
sem gerð voru af málmi eða steini. Og listaverk eru þessar
myndir, þótt aldrei nema listamennirnir hafi ekki vitað það
sjálfir. Þetta er frumstæð list, með hennar styrk og veikleika,
minnir á list barna og ber vitni um ferska sjón barnsins og
hins frumstæða manns og hæfileika til að ná sterkum áhrifum
með hinum einföldustu meðulum. Þetta er list, sem orkar sterkt
á nútíðarmenn ekki síður en hin frægu ísaldarmálverk á Frakk-
landi og Spáni, enda runnin upp af sams konar menningu, bjarg-
ræðisháttum og hugarheimi, þótt langir tímar skilji á milli og
erfitt sé talið að sýna fram á beint og órofið samband.
Mér er það sérstök ánægja að geta boðið til þessarar sýningar
hér á Islandi. Slík listaverk hafa ekki verið sýnd hér áður, og þess
er að minnast, að í Noregi standa rætur íslenzku þjóðarinnar.
Þessi verk bera oss boð frá þeim eldforna tíma, þegar forfeður
vorir festu byggðir á Norðurlöndum og sóttu norður eftir, jafn-
ótt og löndin komu undan ísaldarjöklinum mikla. Það sakar sízt,
þótt Islendingar séu stöku sinnum á það minntir, að saga þeirra
nær lengra aftur en til 874.
Mér er ljúft að þakka öllum, sem átt hafa hlut áð því, að
þessi sýning er haldin, þeim ágætu norsku fræðimönnum, sem
gert hafa hana svo smekkvíslega og um leið fræðimannlega úr
garði, menntamáladeild norska utanríkisráðuneytisins, fyrrver-
andi sendiherra Noregs hér á landi og núverandi sendiherra Tor
Myklebost. Að lokum vil ég geta þess, að sýningin verður opin
til og með 20. þessa mánaðar, daglega kl. 2—10, og er öllum
heimill ókeypis aðgangur.
Þá vildi ég mega biðja sendiherra Noregs, herra Tor Mykle-
bost, að opna sýninguna.
Sendiherrann opnaði síðan sýninguna með ávarpi. — Sýning
þessi vakti athygli að verðleikum og varð gestafjöldi um 1500.
Þess má að lokum geta, að þjóðminjavörður sá að verulegu leyti
10