Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Blaðsíða 134

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Blaðsíða 134
134 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Þjóðminjasafninu er minjagripur einn, sem tengdur er minningu þessara óhugnanlegu tíðinda, og er þó harla óvíst, hve haldgóð þau tengsl eru. Hinn 1. desember 1908 skrifaði merkisbóndinn og fræðimaður- inn Stefán Jónsson á Munkaþverá í Eyjafirði (d. 9. nóv. 1943) Matthíasi Þórðarsyni þjóðminjaverði, og er bréf hans fyrst og fremst svar við fyrirspurn um rúnastein, sem kallaður var Blá- hosusteinn (nú Þjms. 5629). En hann víkur að fleira í bréfinu, og þar segir m. a. orðrétt: „Eg hefi undir höndum exi, sem munnmæli segja, að sé gömul „skarparéttarexi" og að Kálfagerðisbræður hafi verið höggnir með henni, en sönnur á því veit eg ekki og sögu hennar get eg ekki rakið, nema að faðir minn og afi hafa átt hana, en hvaðan hún er komin í ættina, veit eg ekki. Mér þykir þetta ekki alveg ósennilegt af þeim ástæðum, að fyrst og fremst er hún nokkuð gömul og svo er hún stærri og blaðið þynnra en ketexir voru hér síðari hlut 18. og fyrri hlut 19. aldar, þegar öll verkfæri úr járni voru svo slæm. — Ef þér álítið, að hún ætti að komast á forngripasafnið, þá er eg ekki frá því. — Eg man eftir, að eg sá fyrir nokkrum árum á Möðru- völlum í Hörgárdal exina, sem þau voru höggvin með Friðrik og Agnes. Hefir safnið fengið hana? Þar var ekki að efast um að væri rétta exin.“ Matthías Þórðarson var ekki farinn að taka afrit af bréfum sínum um þessar mundir, og er því ókunnugt, hvað hann kann að hafa skrifað um þetta mál sem önnur í bréfum til manna. En á þetta bréf Stefáns hefur hann skrifað, að hann hafi svarað því munnlega hinn 2. apríl 1909. Sjálfsagt hefur hann þá verið að biðja Stefán um öxina handa safninu, svo og aðra hluti, sem hann hafði minnzt á í bréfi sínu, t. d. íslenzka ljái. Stefán hefur orðið vel við þessu, því að 18. maí 1910 fær safnið frá honum þrjá ljái (Þjms. 5923—25). Einnig mun hann hafa sent öxina, en Matthías Þórð- arson virðist hafa talið sig geta ráðið af einhverju, að hún gæti ekki verið böðulsöxin frá 1752. Virðist svo sem hann hafi fært þetta í tal við Pálma Pálsson og Pálmi látið sér til hugar koma, að önnur öxi, sem hann mundi eftir á Munkaþverá, kynni að vera böðulsöxin. Matthías hefur skrifað Stefáni á Munkaþverá um þetta, og kemur það óbeint fram í svarbréfi Stefáns, dags. 3. maí 1910, en þar segir Stefán svo: „Eg get vel fallizt á, að exin, sem eg sendi, sé ekki sú rétta af- tökuexi, en eg er á því, að hin, sem hér er, sé það þá ennþá síður,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.