Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Blaðsíða 128
128
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
koma dýrin, eins og hér segir: 1. Ferfætlingur, torkennilegur. 2.
Fugl. 3. Fíll með rana, eða ef til vill hestur með beizli. 4. Ein-
hyrningur. 5. Ljón. 6. ÚlfalcLi (kameldýr). 7. Ferfætlingur, torkenni-
legur. 8. Naut. 9. Hvalfiskur. Grunnurinn umhverfis dýrin er þétt-
strikaður til þess að þau skeri sig betur úr. Á búk þeirra sumra eru
lárétt stutt strik til þess að sýna hárvöxt.
Verkið á horni þessu er mjög laglegt og myndirnar sérstaklega
skemmtilegar í barnslegum einfaldleika sínum. Að því leyti minna
þær á hinar fornu Fysiologus- eða Bestiariusmyndir, og einhyrn-
ingurinn sýnir, að raunar standa þessar dýramyndir á fornum
merg. Þó er hornið naumast eldra en frá 18. öld. Bera má mynd-
irnar saman við ýmsar dýramyndir, sem bregður fyrir hér og
hvar í íslenzkum tréskurði, og má nefna sem dæmi trafalára þrjá,
sem allir eru sýnilega eftir sama manninn, Þjms. 1079, 2496 og
5416. Dýramyndir á lárum þessum eru að anda skyldar mynd-
um hornsins, án þess að því skuli haldið fram, að um annan skyld-
leika sé að ræða. Það er sennilega tilviljun, að á tveimur lárunum
(Þjms. 1079 og 5416) eru upphafsstafirnir GiD, sbr. áletrun horns-
ins. Lárarnir eru frá 1720—1730.
Um uppruna hornsins veit ég ekki annað en það, að það var talið
í eigu fólks í Skagafirði. Að lokum má svo benda á, að Hjálmar Lárus-
son myndskeri hefur á þessari öld myndskreytt horn með röð af
dýramyndum, sem komið er fyrir á sama hátt og á þessu horni. Eitt
slíkt er í Vídalínssafni nr. 76.
6. Skjónaleiði.
Gísli Sigurðsson, varðstjóri í Hafnarfirði, er allra manna fróðastur
um staðhætti og örnefni í bænum og kringum hann. Til er frá hans
hendi skrá um örnefni og fiskimið í Álftaneshreppi hinum forna
(Bessastaðahreppi, Garðahreppi, Hafnarfirði og Hraunum).
Hinn 15. júní 1963 sýndi Gísli mér áletrunarstein, sem enginn
hafði fyrri vakið athygli mína á og mér er ekki kunnugt að áður hafi
verið nefndur á prenti. Steinn sá er á Hliði á Álftanesi, skammt frá
bæjarstæðinu, inni í einni af þessum sérkennilegu girðingum, sem
þar eru margar, afgirtar skákir með grjótgörðum. Steinninn er
flatur ofan og liggur á dálítilli upphækkun eða þúfu. Sagði Gísli, að
talið væri, að þarna væri heygður hestur.