Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Blaðsíða 141
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1965
141
færandi hendi. Var af safnsins hálfu reynt að taka honum svo sem
verðugt er, því að hann hefur verið stórgjöfulli við safnið en flestir
menn aðrir.
Hinn 5. febr. var aftur samkoma í safninu í tilefni af því, að sýnd
var brjóstmynd af séra Jóni Sveinssyni, sem sett hefur verið upp
í safninu, að verulegu leyti fyrir atbeina Haralds Hannessonar hag-
fræðings. Viðstaddir voru menntamálaráðherra, herra Jóhannes
Hólabiskup og fleiri góðir gestir.
Hinn 5. júní var einnig sett upp í anddyri safnsins brjóstmynd af
Matthíasi Þór'ðarsyni þjóðminjaverði, gerð af Einari Jónssyni.
Þjóðminjavörður fór tvívegis til útlanda á árinu. Hið fyrra sinn
var hann boðinn af herra Udo Bey í Hamborg og hélt í þeirri ferð
fjóra fyrirlestra um Þjóðminjasafn íslands, í Hamborg, Kiel, Vestur-
Berlín og Köln. Voru þeir allir haldnir á vegum þýzk-íslenzkra félaga,
í Hamborg þó í samstarfi við Altonaer Museum. Frá Þýzkalandi fór
svo þjóðminjavörður til Englands í boði British Council og kynnti
sér einkum safnið í Liverpool, en þaðan fór hann til eyjarinnar Man-
ar og dvaldist þar einn dag og skoðaði Manx Museum og flestar
meiri háttar fornminjar á eynni. Ferð þessi stóð frá 10. til 28. marz.
Síðari ferðin var farin til Danmerkur í boði Selma og Kaj Langvads
legat til bestyrkelse af den kulturelle forbindelse mellem Island og
Danmarlc. 1 fer'ðinni flutti þjóðminjavörður erindi um sögu Islands
og menningu í fimm lýðháskólum, Grundtvigs Hojskole hjá Hillerod,
og skólunum í Vallekilde, Ryslinge, Snoghoj og Askov. Að fyrirlestr-
unum loknum dvaldist hann síðan rúma viku í Kaupmannahöfn, og
fór sá tími að mestu leyti í að reka ýmis brýn erindi safnsins, ýmist
fræðileg eða varðandi hagsmunamál þess. Þessi ferð stóð frá 18.
nóv. til 5. des.
Gísli Gestsson safnvörður sótti 5. víkingafundinn, sem haldinn var
í Þórshöfn í Færeyjum dagana 18.—28. júlí. Að fundinum loknum
fór Gísli til Danmerkur og Englands og kom heim 19. ágúst.
Elsa E. Guðjónsson sótti aðalfund hjá Centre international d’etude
des textiles anciens í Lyon dagana 25.—26. október og er nú full-
trúi fyrir ísland í stjórn samtakanna. Að fundinum loknum fór frú
Elsa til Kaupmannahafnar og rannsakaði búningamyndir í yngri
handritum Árnasafns, en síðan lagði hún leið sína til Ósló og tók
þátt í fundi norrænna sérfræ'ðinga um samræmda fagorðanotkun á
sviði textílrannsókna. Einnig flutti hún erindi með skuggamyndum
í Selskap for norsk kulturgransking. Erindið fjallaði um íslenzkan
útsaum, vefnað og búninga.