Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Blaðsíða 86
86
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
átti breytingin sér stað? Því miður er ekki hægt að gefa óyggjandi
svar við þessum spurningum. Það hefir verið almenn skoðun eða trú
á heimaslóðum, að byggð hafi lagzt þar niður endur fyrir löngu sak-
ir uppblásturs. Og í bókinni Byggð og saga getur Ólafur Lárusson
þess til,10 sennilega af sömu ástæðu, að jörðin hafi lagzt í eyði lík-
lega ekki seinna en á 15. öld, vísast sakir þess að hún hverfur þá
úr kirknamáldögunum. Hér skal að vísu ekkert fullyrt um þetta
efni, en vel mættu aðrar ástæður hafa valdið þessari breytingu.
Nú munu engar áreiðanlegar heimildir um það, hvenær sókna-
skiptingin komst á. Hún er auðsjáanlega ævafornt skipulag og
virðist hafa haldizt í meginatriðum óbreytt um margar aldir, þótt
smávægilegar tilfærslur hafi ef til vill verið gerðar öðru hverju.
Svo mikið er víst, að það er öruggt, að sóknaskipunin á þessu svæði
hefir staðið gjörsamlega óbreytt frá því um 1740 fram um alda-
mótin 1900. Og í rauninni er ekki hægt að sjá annað en svo hafi
verið frá því um 1500, en þá eru fyrst ritaðar heimildir um prest í
Kálfholtsprestakalli, sem þjónaði Kálfholts-, Háfs- og Áskirkjum.* 11
Og mestar líkur eru til, að fyrirkomulagið sé miklu eldra.
Þótt Vilchinsbók geti Jólgeirsstaðakirkju að engu, hvorki jarðar né
kirkju, né telji að Áskirkja hafi þar nokkurra hagsmuna að gæta,
þykir mér líklegast, að sameining kirknanna hafi átt sér stað fyrir
árið 1397 og jafnvel nokkuru fyrr. Er það af þremur ástæðum:
1) Séra Brynjólfur í Kálfholti segir í sóknarlýsingu sinni, að af-
gömul munnmæli telji, að Jólgeirsstaðakirkja hafi verið eldri en
Áskirkja og fyrst frameftir aðalkirkja. Þetta er ekki ótrúlegt. Meira
að segja sennilegast, að Jólgeir hafi reist guðshús á bæ sínum að
írskum sið, en vestan um haf er hann sagður hafa komið. Frá því
um 1400 var Áskirkja helguð tveimur dýrlingum, Maríu drottningu
og Ólafi konungi helga. Nú voru það engin nýmæli, að kirkja væri
helguð tveimur eða fleiri dýrlingum. en grunur minn er sá, að María
drottning sé upphaflegi dýrlingur Jólgeirsstaðakirkju, en hafi verið
flutt að Ási við sameininguna. Hún var dýrkuð mjög um allan hinn
kristna heim, ekki sízt á írlandi, fyrir og um daga Jólgeirs. Það
er og eftirtakanlegt, hve margar Maríukirkjur í Rangárþingi voru
á hinu írska landnámssvæði.
2) Vilchinsmáldagi segir frá því, að kirkjan í Hróarsholti í Flóa,
10 Ólafur Lárusson, Byggð og saga, Reykjavík 1944, bls. 137.
11 DI VII, bls. 453. Ministerialbók Kálfholts 1785—1816, p. 4. Prestatal og prófasta
á Islandi. 2. útg. Reykjavik 1949, bls. 70.