Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Blaðsíða 34
38
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
enginn þeirra náð fertugsaldri. Af 108 beinagrindum úr heiðni, sem
unnt er að aldursákvarða eru aðeins 35% innan við þrítugt og um
helmingurinn úr eldri en fertugum. Þó aldursákvörðun á fornum
beinagrindum sé engan veginn nákvæm, þá ber hér svo mikið á
milli, að ólíklegt er að ónákvæmni og tilviljun ein ráði því. Það kem-
ur til álita, að þetta fólk hafi látizt úr einhverri bráðri sótt, er legðist
þyngst á fólk á bezta aldri, eins og títt var um taklungnabólgu (pneu-
monia crouposa), meðan hún var og hét.
Fimm Vatnsdælanna eru með kjálkagarð eða 71%, og er það
nokkru meiri tíðni en á öðrum hauskúpum úr heiðni, þar sem tíðnin
er 62,7%, en sú sama og á Þjórsdælum. Á norskum kjálkum frá mið-
öldum eru 17% þeirra með kjálkagarð og 40—50% fornra írskra
kjálka.
Líkamsstærð karlanna í Vatnsdal er lík og þeirra úr heiðni og
Þjórsárdal, en vatnsdælsku konurnar eru mun hávaxnari en þær
heiðnu og þjórsdælsku (sjá töflu 1). Til þess að auðvelda samanbur'ð
TAFLA 1 ÚTLIMAHLUTFÖLL OG LÍKAMSHÆÐ
(Inter-membral indices and stature)
íslendingar- -Icelanders Norðmenn, járnöld
Vatnsdælir, 10. öld Heiðni 10. öld Þjórsdælir, 11. öld Norwegians iron age
karlar (male) konur (female) karlar (male) konur (female) karlar (male) konur (female) karlar (male) konur (female)
Upparmsleggjar-sveifar-vísitala 74.0 73.5 74.5 74.5 74.3 73.0 75.5 73.8
(Radio-humeral index) (3) (3) (4) (4) (16) (12) (8) (5)
Lærleggjar-sköflungs-vísitala .. 79.2 79.9 80.6 79.7 77.8 78.9 80.7 81.8
(Tibio femoral index) (4) (3) (9) (9) (20) (19) (11) (5)
Líkamshæð 171.4 161.5 171.7 158.6 172.0 158.6 173.2 162.6
(Maxim-stature,Trotter og Gles- (4) (3) (33) (28) (27) (28) (25) (11)
er 1952)
Líkamshæð 172.8 171.6 171.8 173.9
karlar+konur/0.925 (7) (61) (55) (36)
Talan innan sviga merkir fjölda athugana.
milli flokkanna í töflu 1 hef ég breytt hæð konu í karlmannshæð sam-
kvæmt formúlunni hæð konu/0.925 — hæð karlmanns. En samkvæmt
síðari tíma mælingum á Islendingum er meðalhæð konu 0.925 hlutar
af meðalhæð karls, og er það nálega sama hlutfall og meðaltal allra
íslenzkra beinaflokka gefur. Þessar meðalhæðir (neðsta lína í töflu 1)
sýna, að fólki'ð í Vatnsdal hefur verið hærra en almennt gerðist í