Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Blaðsíða 101
JÓLGEIRSSTAÐIR
101
1768, 1781, 1788 og 1798). En jarðarinnar er hvergi getið í jarða-
skrám, hreppabókum eða manntali presta frá því fyrir og um
miðja 18. öld.
í jarðabókinni (Taxation Protocol) 180338 er þess getið um Ás,
að ágreiningur sé um það, hvort ítökin, fjöru og skóga, séu eign
jarðeignarinnar eða kirkjunnar. Er hér í fyrsta skipti minnzt á
þetta atriði. Jólgeirsstaðir eru ekki nefndir á nafn hvorki til eða
frá.
Aftur er Jólgeirsstaða öðru hverju getið með nafni sem séreignar
kirkjunnar í vísitazíugerðum bæði biskupa og prófasta. 1 kirkju-
bók Áskirkju allan tímann frá 1748 til 1881, en bókinni lýkur
1907.39 Þá var kirkjan ekki lengur messufær og raunverulega lögð
niður 1908 sem sóknarkirkja. í flestum vísitazíum er látið nægja
að segja, að kirkjan haldi sömu eignum og í fyrri vísitazíum. En
aldrei allan tímann frá 2. ágúst 1644 til 7. júní 1907 (síðustu
prófastsvísitazíunni) er hægt að sjá, að kirkjan hafi haft eyris-
virði í aukatekjur af þessari séreign sinni.40
I prófastvísitazíu 15. júlí 1881, sem er mjög greinargóð, segir
svo um Ás: Eigninni tilheyra heimajörðin Ás með hjáleigum“ —
þær síðan taldar upp átta, síðan sagt frá ítökum og nýafstaðinni
sáttargerð um Háfsfjöru. Ás fékk hér eftir aðeins hálfan reka, sem
heimabændur skyldu njóta einir. Síðan segir: — „Undir eignina
heyrir líka eyðijörðin Jólgeirsstaðir, sem tjáist gömul eign kirkj-
unnar“.
I síðustu biskupsvísitazíu að Ási, 9. júlí 1894, segir: — „Kirkjan
er bændaeign og teljast allir eigendur jarða í sókninni eiga í henni
meiri eða minni hluta. Hún heldur eignum sínum og ítökum, sem
verið hafa, nema hvað í staðinn fyrir % skógar í Næfurholti er
kominn útskipaður landshluti, en þessi hluti að mestu eyddur.
Landamerkj askrá fyrir eignum kirkjunnar hefir verið samin og
þinglesin, en eigi samþykkt að því er reka snertir fyrir Þykkvabæj-
arlandi, og þykir ráðlegt að leita dómsúrskurðar í því máli —“.
Báðar þessar vísitazíur fela í rauninni í sér beina viðurkenningu
á því, að ítökin séu eign jarðarinnar, en ekki kirkjunnar, eins og
drepið er á í Rangarvallasyssel Taxation Protocol 1803, og þá
Jólgeirsstaðir líka, enda er það að nútíma réttarvenju.
Hinn 23. nóvember 1788 lézt í Áskoti Einar Jónsson fyrrum
3 8 Taxation Protocol, Rangarvallasyssel.
3 0 Kirkjustóll Áskirkju.
40 Bps. A II, bls. 80,