Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Blaðsíða 157

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Blaðsíða 157
FRÁ FORNLEIFAFÉLAGINU AÐALFUNDUR 1965 Aðalfundur Hins íslenzka fornleifafélags var haldinn í Bogasal Þjóðminjasafnsins fimmtudaginn 30. des. 1965 og hófst kl. 8%. Formaður félagsins, Jón Steffensen prófessor, setti fundinn og minntist þeirra félagsmanna, sem kunnugt er um að látizt hafi síðan síðasti aðalfundur var haldinn. Þeir eru: Ágúst Sigurmundsson, myndskeri, Reykjavík, Árni Sveinsson, bóndi, Kálfsstöðum, Helgi Hjörvar, rithöfundur, Reykjavík, Signar Valdimarsson, kaupmaður, Reykjavík, Sigfinnur Vilhjálmsson, veitingam., Djúpavogi. Risu fundarmenn úr sætum i virðingar skyni við hina látnu félaga. 1 félagið hafa gengið á þessu ári 36 félagar, og eru félagar nú alls 658. Formaður skýrði síðan frá því, að Árbókin fyrir árið 1965 væri að öllu leyti full- frágengin í próförkum og mundi prentun hefjast næstu daga. Kvað hann Árbókina mundu koma út á sama tíma og undanfarin ár, um mánaðamót jan.—febr., og skýrði frá efni hennar. Þessu næst las féhirðir reikning félagsins fyrir 1964. Þá fór fram stjórnarkosning. Kjósa skyldi stjórn, varastjórn, endurskoðendur og þrjá fulltrúa til aðalfundar 1969. Kosning fór svo, að allir viðkomandi embættis- menn voru endurkosnir svo sem hér segir: Formaður Jón Steffensen prófessor, skrif- ari Kristján Eldjárn þjóðminjavörður, féhirðir Gísli Gestsson safnvörður, varafor- maður Magnús Már Lárusson prófessor, varaskrifari Þórhallur Vilmundarson pró- fessor, varaféhirðir Snæbjörn Jónsson skjalaþýðari. Endurskoðendur: Theodór B. Líndal prófessor og Einar Bjarnason endurskoðandi ríkisins. Fulltrúar til aðal- fundar 1969: Jón Ásbjörnsson fv. hæstaréttardómari, Björn Þorsteinsson sagnfræð- ingur, Gils Guðmundsson rithöfundur. Þá gaf formaður orðið laust, og kvaddi sér þá hljóðs dr. Helgi P. Briem og mælti á þá leið, að fram hefði komið mjög eftirtektarverð niðurstaða af kolefnisgreiningu sýnishorns frá gamla bæjarstæðinu við Aðalstræti í Reykjavík og mætti það meðal annars verða aukin hvöt til að gera umfangsmikla fornleifarannsókn á þessum stað, sem ætla mætti að væri elzta mannabyggð á landinu. Mælti dr. Helgi með því, að fornleifafélagið skoraði á Alþingi að veita fé til slíkra rannsókna. Kristján Eldjárn þjóðminjavörður ræddi þetta mál nokkuð og taldi eftir öllum ástæðum eins vænlegt, að fundurinn gerði þá ályktun, að æskilegt væri að framkvæma um- rædda fornleifarannsókn og félagið vænti þess af fjárveitingavaldinu, að það legði fram fé í þessu skyni, þegar eftir væri leitað. Urðu nokkrar umræður milli Helga og Kristjáns um þetta mál, en síðan var borin fram eftirfarandi tillaga frá dr. Helga:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.