Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Blaðsíða 75
ÁKVÆÐI UM BEINAFÆRSLU
75
kirkju. Það verður naumast ályktað annað af þessari frásögn en að
höfundur hafi ekki kunnað glögg deili á því, sem hann var að skrifa
um, en þar fyrir kynni hann að hafa vitað, að kirkjan á Reykjum
hafi verið flutt til á dögum Sturlunga og garðurinn þá grafinn.
Loks er svo þessi frásögn af beinaflutningi í Flóamannasögu: ,,Það
var einn tíma að þau Þorgils og Helga fóru til Hjalla til heimboðs,
og eftir það tók Þorgils bóndi sótt, hann var þá hálfníræður; hann
lá viku, og andaðist síðan. Þessu nærri andaðist Þóroddur bóndi og
Bjarni bóndi hinn spaki; voru þeir allir jarðaðir að þeirri kirkju, er
Skafti lét gera fyrir utan lækinn, en síðan voru færð bein þeirra í
þann stað, er nú stendur kirkjan, því að Skafti hét að gera kirkju,
þá er Þóra braut fót sinn, þá er hún var að léreftum sínum“ (Forn-
sögur, Leipzig 1860, 160—161).
Þorgils örrabeinsstjúpur er talinn hafa látizt 1022 og Skafti lög-
sögumaður Þóroddsson 1080, svo þessi beinaflutningur á að hafa
orðið á fyrri hluta 11. aldar, eða áður en kristinna laga þáttur er
settur, en hinir fjórir, sem getið hefur verið um, eftir að hann var
settur og áður en kristinréttur Árna biskups var samþykktur.
Áður en leitazt er við að meta sannleiksgildi þessara skráðu heim-
ilda um gröft kirkjugarða, er rétt að athuga, hvað fornleifarann-
sóknir hafa til þessara mála að leggja. Á Skeljastöðum í Þjórsárdal,
Hrafnagili í Eyjafirði, Hofi í Hjaltadal og Jarðbrú í Svarfaðardal
hafa fundizt fornir kristnir grafreitir með óhreyfðum gröfum. Allir
þessir grafreitir hafa vafalítið verið lagðir niður fyrir 1122, þó með
vissu verði það ekki sagt nema um þann að Skeljastöðum. Kirkja
er talin að Jólgeirsstöðum í Holtum í kirknatali Páls biskups (um
1200), en hennar er hvergi getið síðar í fornum heimildum, og eng-
inn máldagi hennar er varðveittur. Hún hefur því eflaust lagzt mjög
snemma af, trúlega á 13. öld frekar en þeirri 14. Mannabein hafa
fundizt að Jólgeirsstöðum (Árb. 1898, 24—25), sem sýna, að ekki
hefur kirkjugarðurinn verið tæmdur af beinum, þá kirkjan var tekin
af. Clemenskirkju í Vestmannaeyjum er búið að flytja 1269, og trú-
lega hefur verið hætt að nota gamla garðinn ekki síðar en á fyrri
hluta 13. aldar, og ekki er að sjá, að hann hafi verið grafinn. (Árb.
1907, 11, og 1913, 35—40). Guðshús hefur verið til forna að Syðra-
Fjalli í S.-Þingeyjarsýslu, það mun hafa verið lagt af ekki síðar en
á 14. öld og grafreitur þess ekki grafinn (Árb. 1915, 43).
Þessir fornleifafundir sýna, að bæði fyrir og eftir að kristinna laga
þáttur var settur, hafa kirkjugarðar verið lagðir af, án þess að beina-
færsla ætti sér stað, en við því er ekki að búast, að tilviljunarkenndir