Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Blaðsíða 81

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Blaðsíða 81
JÓLGEIRSSTAÐIR 81 milli Ytri-Rangár og Þjórsár. Var þarna graftarkirkja og prests- skyld fram eftir öldum, og sýnir það, að hér hefir verið gott undir bú á þeim tímum. Hét staðurinn Jólgeirsstaðir. Því miður eru heimildir harla fáskrúðugar um stað þennan allt frá öndverðu. Fer hér á eftir hið helzta, sem víst er og líklegast má telja.1 II. Jólgeir hét fyrsti bóndinn á Jólgeirsstöðum og var landnámsmað- ur. Er landnám hans svæðið milli Rauðalækjar og Steinslækjar. Hann var bróðir Ráðorms á Vetleifsholti. Dóttir hans hefur senni- lega heitið Valdís, er giftist Helga, syni Ketils hængs landnáms- manns. Bjuggu þau hjón á Velli í Hvolhreppi.2 Þetta er hið eina, samkvæmt Landnámu, sem með sannindum er vitað um þennan heiðursmann. Gjaforð dóttur hans bendir eindregið til þess, að hann og þeir bræður hafi verið mikilsháttar menn. Jafn- framt er hann og eini ábúandinn, sem kunnur er með nafni af þeim, sem heimilisfang hafa átt að Jólgeirsstöðum. Þá sýna örnefnin, þjóð- sögurnar og munnmælin um Jólgeir, að eitthvað hefir verið í hann spunnið. I Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns er Hið íslenzka fræðafélag í Kaupmannahöfn gaf út, stendur þetta um Jólgeirs- staði meðal annars:3 — „Munnmæli er, að lcirkjan hafi héðan flutt verið og að Odda“. — Útgefendurnir geta þess í neðamnálsgrein, að þessi sögn sé skrifuð á rönd handritsins með hendi Árna Magnús- sonar sjálfs, en annar ritaði meginmál Jarðabókarinnar. Er því öld- ungis ekki víst, að þessi saga hafi verið í Ási, þegar Jarðabókin var tekin saman, eða hafi verið upprunnin þar í nágrenninu. Árni hefur eins vel getað heyrt hana annars staðar, við annað tækifæri, jafn- vel úti í Kaupmannahöfn, og skotið henni inn í síðar, þar sem hon- um þótti hún eiga heima. Séra Brynjólfur Guðmundsson í Kálfholti skrifaði sóknarlýs- ingu Kálfholtsprestakalls um 1840, mjög skemmtilega og fróðlega. Af ýmsum tilvitnunum hans er auðsætt, að hann hefir verið fróður 1 Prófessor Magnús Már Lárusson hefir lesið yfir handritið að þessu greinar- korni, vísað á heimildir og bent mér á ótalmargt, sem betur mátti fara. Flyt ég honum mínar beztu þakkir fyrir. - Á. Ó. 2 Landnáma, útg. 1909, bls. 211 og 201. 3 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns I, bls. 365.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.