Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Blaðsíða 82

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Blaðsíða 82
82 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS um margt og eftirtökusamur. Hann var nákunnur í prestakallinu, því í Kálfholti ól hann mestallan aldur sinn. Hann segir meðal annars4: „Kirkja er mér sagt að hafi verið á Jólgeirsstöðum, hafi svo flutt verið að Odda, þá hefir Áskirkja líklega ekki til verið, mun Áshverfið (hafa) átt kirkjusókn að Jólgeirsstöðum, fyrir þessu hefi ég ekkert nema munnmæli afgömul og því til sönnunar, að kirkja hafi þar verið, er ein mannshöfuðkúpa, er blásið hefir þar upp úr sandi, þar sem bærinn átti að vera; ég sá hana sjálfur í haust.“ í þjóðsögum Jóns Þorkelssonar er þessi saga, tekin eftir handriti Brynjúlfs Jónssonar frá Minna-Núpi, skrifuðu 1861.5 6 — „Jólgeir landnámsmaður reið einu sinni hart frá bæ sínum á Jólgeirsstöðum. Sá hann þá sand í sporum hestsins. Þá sagði hann: „Ekki verður þess langt að bíða, að þessi jörð eyðileggist af sandfoki, skal ég og hér ekki lengur vera“. Hann flutti sig þá burt frá Jólgeirsstöð- um með allt sitt og hét því, að hann skyldi þar búa, sem hann yrði staddur um sólarlag um kvöldið. Varð það í Odda, og þar byggði hann síðan. Þau munnmæli fylgja Oddastað frá fornöld, að hann skal ávallt eflast með örlæti, en eyðast með nízku, og segja menn það sé sannreynt, að örlátir menn búi þar bezt“. Því miður getur Brynjúlfur frá Minna-Núpi ekki um heimildar- mann sinn, enda var það ekki hans siður um þær sagnir, er hann skráði. ólafur læknir ísleifsson í Þjórsártúni skrifaði einnig mjög skemmtilega grein um Jólgeirsstaði og landnámsmanninn þar. f nýsömdu handriti að örnefnaskrá í Ásahreppi í Rangárvalla- sýslu stendur þetta, með hendi Óskars Þorsteinssonar :G — „Austan við Bótina er Jólgeirsstaðahóll; þar var kirkja til forna. Munn- mæli herma, að þegar hún var rifin og flutt, þá hafi verið ákveðið, að hún skyldi endurbyggð þar sem mennirnir, er flyttu hana, yrðu staddir um sólsetur, og áttu þeir að vera staddir í Odda um það leyti; var þá Oddakirkja reist.“ — Það er auðsætt, að framanritaðar sagnir eru ein og sama sagan, sem um getur í Jarðabók Á. M„ en hafa fengið á sig ýmis konar útflúr, eftir því sem tímar liðu, og eru þær settar hér í réttri tíma- röð, til þess að sýna þá hlið málsins. Landnáma segir frá því, að Þorgeir, bróðir Þorsteins tjaldstæð- ings, keypti Oddalönd af Hrafni Hængssyni, og bjó hann fyrst í 4 Sóknarlýsing Rangárvallasýslu. 1840. n Jón Þorkelsson, Þjóðsögur og munnmæli, bls. 165. 6 Örnefnalýsing Rangárvallasýslu, í Þjóðminjasafni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.